Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bara á Ólafsfirði í nótt og lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sendiherra segir Musk að fara norður og niður

Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum

Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild.

Harmar við­brögð sonarins og fjöl­skyldu hans

Margrét Þórhildur Danadrottning segist harma viðbrögð sonar síns, Jóakim prins, við ákvörðun hennar að svipta börn hans konungslegum titlum. Það hafi þó verið löngu kominn tími til að endurskoða hverjir beri titlana og þær skyldur sem þeim fylgja. Hún bindur vonir við að fjölskyldan fái frið til að vinna úr sínum málum. 

Þung umferð í Ártúnsbrekku eftir árekstur

Töluverð umferð er á annantímanum nú síðdegis upp Ártúnsbrekkuna. Árekstur tveggja fólksbíla í neðri hluta brekkunnar hefur hægt enn frekar á umferð sem allajafna er nokkuð þung á þessum tíma dags.

Nægt vatn ekki tryggt á Hvann­eyri fyrir slökkvi­lið Borgar­byggðar

Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið.

Wprowadzenie zmian do uprawnień policji, pod ostrzałem krytyki

Minister sprawiedliwości Jón Gunnarsson zaproponował niedawno, że islandzka policja powinna zostać uzbrojona w paralizatory, które pomogą funkcjonariuszom czuć się bezpiecznie podczas akcji. Minister przyznał także, że należy zwiększyć uprawnienia policji do proaktywnego ścigania obywateli.

Færsla Bjarna Frímanns fjarlægð af Facebook

Starfsmenn Facebook fjarlægðu færslu Bjarna Frímanns Bjarnasonar fiðluleikara og hljómsveitarstjóra af Facebook. Í færslunni, sem vakti mikla athygla og fór í mikla dreifingu, sakaði Bjarni Frímann fyrrverandi tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands um kynferðisbrot. Bjarni Frímann hefur kallað eftir skýringum frá Facebook.

Á batavegi eftir fólskulega hnífstunguárás við Sprengisand

Móðir pilts sem ráðist var á í undirgöngum við Sprengisand segist hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að sonur hennar noti ekki hjálm við hjólreiðarnar en grunaði ekki að hann gæti orðið fyrir hnífstunguárás á leið sinni á íþróttaæfingu. Pilturinn er ekki með bílpróf og er hjólið hans fararskjótur en eftir árásina er eðlilega óhugur í honum og foreldrunum.

Zasztyletowany mężczyzna w Ólafsfjörður

Zeszłej nocy w jednym z domów w Ólafsfjörður, został zasztyletowany mężczyzna. W związku ze sprawą aresztowano cztery osoby, które są podejrzane o udział w zdarzeniu.

Kyrrðar­stund í Ólafs­fjarðar­kirkju vegna mann­drápsins

Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra.

Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga

Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 

Lækka dagpeninga um fimmtung

Starfsmenn ríkisins fá hér eftir 34.500 krónur í dagpeninga fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring á ferðalögum sínum innanlands í vetur. Um er að ræða lækkun um 7.900 krónur frá því sem var í sumar.

Rebekka ráðin til að starfa með starfs­hópum Svan­dísar

Rebekka Hilmarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Vesturbyggðar, hefur verið ráðin í tímabundið starf sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegs til að hafa umsjón með vinnu við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í tengslum við stefnumótun matvælaráðherra í sjávarútvegi á kjörtímabilinu.

Felli­bylurinn gæti reynst trygginga­fé­lögum Flórída dýr

Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr.

Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu

Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum.

Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins.

„Samfélagið harmi slegið“

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stunguárás í Ólafsfirði, viðbragðsæfing vegna hryðjuverka, rannsóknir á hugbreytandi efnum og ráðningar í opinber embætti verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Of­skynjunar­sveppir engin töfra­lausn en mikil­væg við­bót

22 þingmenn úr öllum flokkum nema Vinstri grænum hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að heimila rannsóknir og tilraunir hér á landi með hugvíkkandi efni sem finnst í sveppum. Flutningsmaður frumvarpsins segir marga nota ofskynjunarsveppi í lækningaskyni og því sé mikilvægt að skapa lagalega umgjörð utan um notkunina.

Þórður fær lóðir því hann dró ás

Ellefu manns og fyrirtæki sóttu um lóðirnar Mávahlíð 9 til 11 í Grindavík. Umsóknirnar voru teknar fyrir á fundi afgreiðslunefndar byggingarmála í bænum. Til að ákveða hver fengi lóðina var notast við spiladrátt.

Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 

Stunginn til bana á Ólafsfirði í nótt

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Enginn er eftirlýstur vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri búsettur á Ólafsfirði.

Bar­áttan gegn verð­bólgunni kemur í veg fyrir hækkun skila­gjalds

Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið.

Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð

Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi.

Spurningin sem ungt fólk nennir ekki að vita svarið við

Ísland í dag fór á stúfana í liðinni viku og spurði fólk í yngri kantinum í hvaða lífeyrissjóði það greiddi. Einhverjir vissu svarið, en aðrir alls ekki. „Eru valmöguleikar?“ spurði einn viðmælandinn og þar er svarið já - á þriðja tug sjóða.

Skipað í em­bætti án aug­lýsingar í fimmtungi til­fella

Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent.

Petreaus segir banda­menn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu

David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu.

Segja for­sætis­ráð­herrann mega sitja á­fram

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherranum Prayuth Chan-ocha sé heimilt að sitja áfram í embætti. Deilur hafa staðið um hvort hann hafi setið lengur í embætti en lög landsins gera ráð fyrir.

Suð­læg átt með skúrum og rigningu

Útlit er fyrir suðlæga átt á landinu í dag með skúrum vestanlands en rigningu suðaustantil. Má reikna með að vindur verði á vilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og hvassast á annesjum.

„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“

Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð.

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils.

Hundur beit skokkara í lærið

Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST.

„Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt sig frá heiðurssæti lista Samfylkingar árið 2007 að beiðni hennar. Hann hafi hins vegar kvartað yfir höfnuninni í sjónvarpi skömmu síðar vitandi að Ingibjörg Sólrún gæti ekki greint frá hinni raunverulegu ástæðu: frásögnum kvenna af kynferðislegum samskiptum við þær sem unglingsstúlkur.

Stefnir í aðra um­ferð í Brasilíu

Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast.

Skotið á stúdenta og setið um háskóla

Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu.

Góð helgi fyrir Úkraínumenn

Frá því Vladimír Pútin lýsti yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu á föstudaginn virðist sem Úkraínumönnum hafi vegnað verulega vel gegn Rússum á vígvöllum landsins. Rússar eru víðast hvar á hælunum í Úkraínu.

Sjá næstu 50 fréttir