Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi og yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjórnvalda um heimilið.

Anders­son segir af sér

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta.

Lyga­sjúki þing­maðurinn skilur við eigin­mann sinn

Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá.

Armenar leita eftir hjálp

Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu.

And­legt of­beldi og niður­læging á Lauga­landi

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina.

Bíður enn eftir af­sökun á að hafa verið tekin upp

Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis.

Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum.

„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“

Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung.

Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang

Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu.

Safna upp­lýsingum um líðan í Co­vid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda á­fram mikið lengur“

Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp.

Flug­dólgur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Kona frá New York var á dögunum dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vera með dólgslæti í flugvél og þannig trufla starfsmenn vélarinnar. Þá verður konan á skilorði næstu fjögur árin.

ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka

Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ.

Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni

Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vendingar innan ASÍ, ólga innan Flokks fólksins, staða kvikmyndagerðar og Covid-rannsóknir verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Hilmar Örn Kolbeins er látinn

Baráttumaðurinn Hilmar Örn Kolbeins er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 5. september.

Kasakar breyta nafni höfuð­borgarinnar aftur

Yfirvöld í Kasakstan hafa ákveðið að breyta nafni höfuðborgarinnar aftur í Astana. Árið 2019 var nafninu breytt í Nur-sultan til að heiðra fráfarandi forseta landsins, Nursultan Nazarbayev.

Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram

Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun.

Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu

Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan.

Hundrað manna starfs­liði Karls til­kynnt um mögu­leg starfs­lok

Starfsliði Karls III, konungs Bretlands er sagt hafa verið tilkynnt að allt að hundrað manns af starfsliði sem vann hjá honum í konunglega bústaðnum Clarence House að það gæti misst vinnuna þegar starfsskyldur hans breytast í kjölfar andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Gjald­taka hrein og bein svik við íbúa Akra­ness

Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið.

Ruddist í heimildar­leysi inn í svefn­her­bergi konu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn í kjallaraíbúð og farið inn í svefnherbergi íbúðarinnar þar sem kona svaf.

Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun

Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 

Rann­sakandinn í máli Bill Clin­ton er látinn

Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri.

Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma

Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður.

Lakkverkstæði BL innleiðir nýja umhverfisvænni málningarlínu

BL hefur tekið í notkun nýtt málningarkerfi frá þýska lakkframleiðandanum Glasurit sem framleiðir bílalökk fyrir marga helstu lúxusbílaframleiðendur heims. Uppsetning og innleiðing kerfisins er liður í því að uppfylla ströngustu gæðastaðla Jaguar Land Rover, BMW og Mini á þessu sviði, en áður hafði fyrirtækið tekið í notkun sérstakt réttingaverkstæði fyrir bíla smíðaða úr áli frá sömu framleiðendum. Nýja kerfið inniheldur meðal annars háþróaðan litaskanna sem greinir mjög nákvæmlega liti.

Stjórn­völd fresta fjár­festingar­á­taki í kvik­mynda­gerð

Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna.

Unglingsstúlka dæmd fyrir að bana meintum nauðgara sínum

Bandarísk unglingsstúlka hefur verið dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið meintan nauðgara sinn til dauða. Stúlkan gekkst í fyrra við því að hafa gerst sek um manndráp af gáleysi og að hafa valdið manninum skaða viljandi.

Síðasta nótt drottningarinnar í Bucking­ham-höll

Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020.

Sjá næstu 50 fréttir