Fleiri fréttir

Apa­bóla smitaðist frá manni yfir í mjó­hund

Nýjustu upplýsingar úr læknatímaritinu „the Lancet“ herma að nú hafi apabóla smitast frá manni yfir í hund. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum dýr greinist það með apabólu en ekki sé nauðsynlegt að hafa miklar áhyggjur af málinu sem stendur.

Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri

Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan.

Flúðu lest í gróðureldum

Tíu slösuðust þegar þeir reyndu að flýja lest sem var keyrt inn í gróðurelda nærri Valensía á Spáni í dag. Lestin var á leið frá Valencia til Zaragosa í morgun en var stöðvuð við bæinn Bejís vegna eldanna.

Víða ó­gerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni

Bið eftir tímum hjá heimilis­læknum hefur sjaldan verið lengri á höfuð­borgar­svæðinu og eru sumar heilsu­gæslu­stöðvar hættar að taka við tíma­bókunum. Ó­bókuðum komum fólks á heilsu­gæsluna hefur fjölgað gríðar­lega milli ára.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Gossvæðið áfram lokað

Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið.

Björguðu manni úr sjónum við Garð

Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur.

Gekk um Hafnar­götu með öxi

Karlmaður var í dag handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð við Tjarnargötu í Keflavík af sérsveit og lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn hafði gengið eftir Hafnargötu með öxi.

Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn.

„Ég er mættur til að drepa drottninguna“

Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga.

Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík

Sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps vill ráðast í hafnar­gerð í Vík í Mýr­dal til að koma í veg fyrir um­fangs­mikla vikur­flutninga um Suður­lands­veginn. Höfnin myndi skapa mikil tæki­færi fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnar­lausa sjávar­þorp landsins.

Von á á­gætis­veðri á Menningar­nótt

Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi.

Gæti liðið að goslokum á næstu dögum

Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs

Hefur snúið við blaðinu og fær milda refsingu

Karlmaður var á dögunum dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir auðgunarbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði snúið lífi sínu til betri vegar síðan brotin voru framin.

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Ośmiornica w białym winie

W białym winie Sancerre -Domaine Franck Millet, z 2021 roku, znaleziono śladowe ilości ośmiornicy, w związku z tym wino zostało wycofane ze sprzedaży.

Lamaðist eftir bíl­slys og missti manninn sinn á sama ári

Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi.

Heilög á svört vegna skólps og úrgangs

Hin heilaga Bagmati-á í Nepal hefur lengi verið talin búin þeim mætti að geta hreinsað sálir fólks. Uppruni árinnar er í Himalæjafjöllum og þykir áin einstaklega tær þar. Þegar neðar er komið er áin hins vegar orðin svört á lit og full af skólpi og sorpi.

Ekkert úti­vistar­veður við gos­stöðvarnar í dag

Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu.

Lífs­tíðar­fangelsi fyrir að keyra inn í mann­þröng í Tri­er

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fimm að bana og slasað fjölda fólks með því að keyra bíl inn í mannþröng í borginni Trier fyrsta dag desembermánaðar 2020. Manninum verður jafnframt gert að afplána dóminn með því að sæta hámarksöryggisgæslu á réttargeðdeild.

Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé

Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé.

Liz Chen­ey hafnað af Repúbli­könum í Wyoming

Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins.

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að tísta

Salma al-Shehab, 34 ára doktorsnemi við Leeds háskóla í Englandi og móðir tveggja ungra barna, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi Arabíu fyrir að eiga Twitter aðgang og fylgja og birta tíst frá mótmælendum og aðgerðasinnum.

Búist við vonsku­veðri í dag

Gul veðurviðvörun tekur gildi nú í morgunsárið fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið. Búist er við roki og rigningu fram eftir degi.

Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi.

Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm.

Dauðadæmt loforð um leikskólapláss

Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða.

Skellt í lás á morgun

Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið.

Sjá næstu 50 fréttir