Fleiri fréttir

Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð

38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí.

Í­búar á­hyggju­fullir vegna mögu­legrar efnis­töku

Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta.

Giuliani með stöðu grunaðs manns

Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020.

Jill Biden með Covid

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Tæmdi Le­bowski með prumpu­sprengju

Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 

Lög­reglan mun skoða gögn í máli Hrafn­hildar Lilju og óska eftir upp­lýsingum frá Dóminíska lýð­veldinu

Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma

A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann

Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall.

Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna

Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óleyst morðmál, vikurflutningar, varðskipasala og tryggingar verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Guggan komin heim en er ekki lengur gul

Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá.

Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk

Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks.

Veru­lega dregið úr hraun­flæði

Verulega hefur dregið úr hraunflæði við gosstöðvarnar í Meradölum. Samkvæmt niðurstöðum flugmælinga hefur flæðið farið úr 11 rúmmetrum á sekúndu yfir í 3 til 4 rúmmetra á sekúndu.

Eldri kona drepin af krókódíl

Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island.

Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum

Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal.

Mynda­veisla: Gos­stöðvarnar eftir tvær vikur af eld­gosi

Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 

Ás­laug Arna ferðast um landið í haust

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd.

Lokað inn á gossvæðið á morgun

Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu.

Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn

Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum.

Skúli svarar Óttari fullum hálsi

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen segist hvorki vera auðmaður né gjaldþrota í svari við bakþönkum Óttars Guðmundssonar geðlæknis. Óttar sagði í bakþönkum sínum á laugardag að Skúli hefði sett flugfélagið Wow air „glæsilega á hausinn“ með tilheyrandi tapi fyrir þjóðarbúið. Skúli segir Wow hafa skilað meiru í ríkiskassann en allur áliðnaðurinn árið 2018. 

Til­kynnt um hópá­rás en enginn fundist

Í gær var tilkynnt um hópárás í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Tilkynnandi kvaðst hafa séð þrjá til fjóra stráka ráðast á einn með höggum og spörkum. Enginn var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og enginn hefur gefið sig fram sem brotaþoli.

Drugie najzimniejsze lato stulecia

Mijające powoli lato nie rozpieszczało w tym roku mieszkańców stolicy. Okazuje się, że było to drugie najzimniejsze lato w tym stuleciu i piąte pod względem opadów deszczu.

Segjast hafa ráðist á höfuð­stöðvar Wagner-hópsins

Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans.

Versti vinnudagur í lífi bílstjórans

Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað.

Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til

Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum.

Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal

Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini.

Sjá næstu 50 fréttir