Fleiri fréttir

Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann

Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps.

Maður í bílnum sem skotið var á

Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Sam­þykktu að svipta stór­iðju fríum losunar­heimildum fyrir 2032

Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur.

Ætla að setja hámark á magn nikótíns í vindlingum

Bandaríkjastjórn hyggst leggja til staðla um hámarksmagn nikótíns í vindlingum. Tillagan er liður í áætlun ríkisstjórnar Joes Biden forseta um að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um helming næsta aldarfjórðunginn.

Öryggis­mál ekki í lagi þegar ferða­maður lést

Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær.

Ríkis­sak­sóknari á­frýjar dómi Brynjars Creed

Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið.

Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði

Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði.

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.

Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út.

„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“

Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið sem verið hefur í norðurbæ Hafnarfjarðar síðan í morgun.

Zmiany w prawie małżeńskim

Parlament zatwierdził niedawno projekt Ministerstwa Sprawiedliwości, o zmianie ustawy o małżeństwie. W projekcie znalazł się punkt, który znosi uprawnienie Ministerstwa Sprawiedliwości do wydawania zezwoleń na zawarcie małżeństwa osobom poniżej osiemnastego roku życia.

Ingó áfrýjar til Landsréttar

Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði.

Um­sáturs­á­stand eftir skot­á­rás í Hafnar­firði

Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 

Cosby fundinn sekur um að misnota táningsstúlku

Kviðdómur í Kaliforníu fann Bill Cosby sekan um að hafa misnotað sextán ára gamla stúlku kynferðislega á Playboy-setrinu árið 1975 í gær. Málið var eitt af þeim síðustu gegn Cosby en fjöldi kvenna hefur sakað hann um misnotkun í gegnum tíðina.

Skóla­byggingin í Uvald­e verður rifin

Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn.

Stjórnvöld hyggjast flokka öll gögn í öryggisflokka

Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú skjal þar sem lögð eru drög að flokkkun gagna ríkisaðila í öryggisflokka. Flokkarnir segja til um hvers konar varnir og ráðstafanir þarf að viðhafa fyrir gögn í umræddum flokki en engin samræmd öryggisflokkun hefur verið viðhöfð þar til nú.

Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist

Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli.

„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“

Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020.

Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns.

Sam­mála um að ljúka upp­setningu við­vörunar­kerfis í Reynis­fjöru

Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu.

„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar.

Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti

Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sögulegar verðhækkanir hafa orðið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Íslandsbanki býst við að verð haldi áfram að hækka næstu mánuði og gerir ráð fyrir stýrivaxtahækkun á morgun.

Stal tæplega 20 þúsund lítrum af bensíni

Karlmaður var í gær dæmdur í 90 daga skiloðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa fyrir stolið tæplega 20 þúsund lítrum lítrum af eldsneyti, að andvirði 3,6 milljónum króna.

Felldu til­lögu minni­hlutans: „Þau vilja halda þessu í út­lendinga­frum­varpinu til að rétt­læta ó­geðið“

Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi.

Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur

Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“.

Sjá næstu 50 fréttir