Innlent

„Hvað á að gera þegar þessir menn fara á eftirlaun?“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands.
Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Einar

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir þungt hljóð í heilbrigðisstarfsmönnum víða á landinu. Ástandið sé ekki síður erfitt þar heldur en á Landspítalanum.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Steinunn menn helst kvarta yfir manneklu og aðstöðu; vaktabyrðin sé mikil og erfitt að sameina vinnu og fjölskyldulíf.

„Á stærri stöðum eins og Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum er mjög þungt hljóð í fólki, veruleg mannekla og vaxandi álag. Það er skortur og þá sérstaklega í heilsugæslunni. Til dæmis á Selfossi. Þetta er svæði þar sem íbúum hefur fjölgað gríðarlega, þar er risastór sumarhúsabyggð og mikill ferðamannafjöldi fer þarna í gegn daglega. En á sama tíma hefur heilsugæslulæknum ekki fjölgað og þá erum við að tala um mörg ár aftur í tímann,“ hefur Fréttablaðið eftir Steinunni.

Hún heimsótti nýlega heilbriðisstofnanir og lækna á landsbyggðinni og segir skorta á einhvers konar áætlun hvað varðar mönnun í minni byggðarlögum.

„Við hittum til dæmis lækna á Vík í Mýrdal og Vopnafirði sem eru nánast alltaf einir á vakt og hafa verið það árum og jafnvel áratugum saman, og þeir eru báðir mjög nálægt sjötugu,“ segir Steinunn. „Og þá velti ég fyrir mér, er eitthvert plan í gangi? Hvað á að gera þegar þessir menn fara á eftirlaun?“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.