Fleiri fréttir Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24.4.2022 15:38 Sakfelldir vegna útlits og litarafts Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. 24.4.2022 15:21 Forsetahjónin tóku þátt í plokkdeginum Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku að sjálfsögðu þátt í Stóra Plokkdeginum eins og þau hafa gert síðustu ár. Hjónin slógust í för með bæjarbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag. 24.4.2022 15:17 Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn „Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands. 24.4.2022 14:15 Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24.4.2022 13:01 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24.4.2022 12:36 Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. 24.4.2022 12:29 Rússar líti fram hjá nauðgunum á almennum borgurum Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu. 24.4.2022 12:29 Hádegisfréttir Bylgjunnar Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar þær mikilvægustu fyrir Evrópusambandið í langan tíma. 24.4.2022 11:46 Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24.4.2022 11:19 Leifur Hauksson er látinn Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson er látinn, sjötugur að aldri, eftir veikindi. 24.4.2022 10:36 Tíu látnir og sextán er saknað eftir að bátur sökk við strendur Japans Staðfest er að tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur fórst við japönsku eyjuna Hokkaido í gær. Sextán er enn saknað. 24.4.2022 09:46 Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24.4.2022 09:30 Stóri plokkdagurinn fer fram í dag: „Einn af íslensku vorboðunum“ Stóri plokkdagurinn fer fram í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra byrjar dagskrá formlega klukkan 10.00 neðst við Gufunesveg og forsetahjónin slást í hópinn klukkan 13.00. 24.4.2022 08:32 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24.4.2022 08:00 Vaktin: Pútín hefur engan áhuga á friðarviðræðum Iryna Vereschuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir að ekki takist að opna flóttaleiðir í Mariupol í dag. Hún segir að aftur verði reynt á morgun en ekki tókst að opna flóttaleiðir fyrir íbúa í gær. 24.4.2022 07:43 Allt að fimmtán stiga hiti Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu. 24.4.2022 07:29 Skallaði konu í andlitið Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti. 24.4.2022 07:23 Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. 24.4.2022 07:00 Svanhvít fannst látin Svanhvít Harðardóttir, sem lýst var eftir í gær, fannst látin í kvöld. 24.4.2022 00:05 „Við slepptum páskahretinu greinilega, það er bara beint í sumar“ Sumarið lék svo sannarlega við landsmenn í dag og reyndu flestir landsmenn að næla sér í smá lit úti í sólinni. 23.4.2022 23:36 Björguðu vélarvana báti við Mölvík Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fór í þrjú útköll í dag, tvö úti á sjó og eitt á landi. 23.4.2022 22:36 Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. 23.4.2022 22:00 Takmarka aðgengi að matarolíu vegna stríðsins Matvöruverslanir í Bretlandi hafa takmarkað aðgengi viðskiptavina sinna að matarolíu. Mikill meirihluti sólblómaolíu landsins kemur frá Úkraínu. 23.4.2022 21:30 Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar? Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar. 23.4.2022 21:03 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23.4.2022 20:28 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23.4.2022 19:48 Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23.4.2022 19:02 Sló starfsmann sem bað hann um að hætta að borða ferskt grænmeti Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var einn þeirra gómaður tvisvar eftir að hafa náð í aukalykla af bifreið sinni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 23.4.2022 18:49 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 23.4.2022 18:11 „Ég get ekki orða bundist“ „Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni. 23.4.2022 17:10 RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar. 23.4.2022 16:08 Nota dróna og hunda við leitina Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag. 23.4.2022 15:22 Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23.4.2022 15:18 Fluttur á Landspítala eftir nauðlendingu á svifdreka Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítala sem nauðlenti á svifdreka nálægt Hlíðarvatni í Selvogi klukkan 13 í dag. Þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. 23.4.2022 14:16 Linie lotnicze PLAY ruszyły za ocean W tym tygodniu z lotniska Keflavik odleciał pierwszy samolot linii PLAY do USA. 23.4.2022 14:13 Erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Fimm erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir eindregnum stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins og segjast vera í áfalli vegna ásakana um fordóma Sólveigar gagnvart erlendu fólki. 23.4.2022 13:25 Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. 23.4.2022 13:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23.4.2022 12:39 Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. 23.4.2022 12:16 Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 23.4.2022 12:08 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 23.4.2022 11:33 Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. 23.4.2022 11:24 Björgunarsveitir í biðstöðu en vísbendingar af skornum skammti Björgunarsveitir eru í biðstöðu vegna leitar að Svanhvíti Harðardóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan á miðvikudag. 23.4.2022 11:11 Tíu saknað eftir annað námuslysið á fjórum dögum í Póllandi Tíu er saknað eftir slys sem varð í Borynia-Zofiowka kolanámunni í suðurhluta Póllands í nótt. Þetta er annað kolanámuslysið í Póllandi á aðeins fjórum dögum en fimm létust og sjö er saknað eftir slys á miðvikudag. 23.4.2022 10:35 Sjá næstu 50 fréttir
Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24.4.2022 15:38
Sakfelldir vegna útlits og litarafts Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. 24.4.2022 15:21
Forsetahjónin tóku þátt í plokkdeginum Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku að sjálfsögðu þátt í Stóra Plokkdeginum eins og þau hafa gert síðustu ár. Hjónin slógust í för með bæjarbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag. 24.4.2022 15:17
Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn „Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands. 24.4.2022 14:15
Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24.4.2022 13:01
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24.4.2022 12:36
Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. 24.4.2022 12:29
Rússar líti fram hjá nauðgunum á almennum borgurum Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu. 24.4.2022 12:29
Hádegisfréttir Bylgjunnar Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar þær mikilvægustu fyrir Evrópusambandið í langan tíma. 24.4.2022 11:46
Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. 24.4.2022 11:19
Leifur Hauksson er látinn Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson er látinn, sjötugur að aldri, eftir veikindi. 24.4.2022 10:36
Tíu látnir og sextán er saknað eftir að bátur sökk við strendur Japans Staðfest er að tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur fórst við japönsku eyjuna Hokkaido í gær. Sextán er enn saknað. 24.4.2022 09:46
Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24.4.2022 09:30
Stóri plokkdagurinn fer fram í dag: „Einn af íslensku vorboðunum“ Stóri plokkdagurinn fer fram í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra byrjar dagskrá formlega klukkan 10.00 neðst við Gufunesveg og forsetahjónin slást í hópinn klukkan 13.00. 24.4.2022 08:32
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24.4.2022 08:00
Vaktin: Pútín hefur engan áhuga á friðarviðræðum Iryna Vereschuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir að ekki takist að opna flóttaleiðir í Mariupol í dag. Hún segir að aftur verði reynt á morgun en ekki tókst að opna flóttaleiðir fyrir íbúa í gær. 24.4.2022 07:43
Allt að fimmtán stiga hiti Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu. 24.4.2022 07:29
Skallaði konu í andlitið Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti. 24.4.2022 07:23
Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. 24.4.2022 07:00
Svanhvít fannst látin Svanhvít Harðardóttir, sem lýst var eftir í gær, fannst látin í kvöld. 24.4.2022 00:05
„Við slepptum páskahretinu greinilega, það er bara beint í sumar“ Sumarið lék svo sannarlega við landsmenn í dag og reyndu flestir landsmenn að næla sér í smá lit úti í sólinni. 23.4.2022 23:36
Björguðu vélarvana báti við Mölvík Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fór í þrjú útköll í dag, tvö úti á sjó og eitt á landi. 23.4.2022 22:36
Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. 23.4.2022 22:00
Takmarka aðgengi að matarolíu vegna stríðsins Matvöruverslanir í Bretlandi hafa takmarkað aðgengi viðskiptavina sinna að matarolíu. Mikill meirihluti sólblómaolíu landsins kemur frá Úkraínu. 23.4.2022 21:30
Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar? Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar. 23.4.2022 21:03
„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23.4.2022 20:28
100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23.4.2022 19:48
Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23.4.2022 19:02
Sló starfsmann sem bað hann um að hætta að borða ferskt grænmeti Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var einn þeirra gómaður tvisvar eftir að hafa náð í aukalykla af bifreið sinni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 23.4.2022 18:49
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 23.4.2022 18:11
„Ég get ekki orða bundist“ „Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni. 23.4.2022 17:10
RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar. 23.4.2022 16:08
Nota dróna og hunda við leitina Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag. 23.4.2022 15:22
Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23.4.2022 15:18
Fluttur á Landspítala eftir nauðlendingu á svifdreka Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítala sem nauðlenti á svifdreka nálægt Hlíðarvatni í Selvogi klukkan 13 í dag. Þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. 23.4.2022 14:16
Linie lotnicze PLAY ruszyły za ocean W tym tygodniu z lotniska Keflavik odleciał pierwszy samolot linii PLAY do USA. 23.4.2022 14:13
Erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Fimm erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir eindregnum stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins og segjast vera í áfalli vegna ásakana um fordóma Sólveigar gagnvart erlendu fólki. 23.4.2022 13:25
Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. 23.4.2022 13:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23.4.2022 12:39
Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. 23.4.2022 12:16
Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 23.4.2022 12:08
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 23.4.2022 11:33
Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. 23.4.2022 11:24
Björgunarsveitir í biðstöðu en vísbendingar af skornum skammti Björgunarsveitir eru í biðstöðu vegna leitar að Svanhvíti Harðardóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan á miðvikudag. 23.4.2022 11:11
Tíu saknað eftir annað námuslysið á fjórum dögum í Póllandi Tíu er saknað eftir slys sem varð í Borynia-Zofiowka kolanámunni í suðurhluta Póllands í nótt. Þetta er annað kolanámuslysið í Póllandi á aðeins fjórum dögum en fimm létust og sjö er saknað eftir slys á miðvikudag. 23.4.2022 10:35