Fleiri fréttir

Stígur fram vegna máls sonar síns

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Sakfelldir vegna útlits og litarafts

Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf.

For­seta­hjónin tóku þátt í plokk­deginum

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku að sjálfsögðu þátt í Stóra Plokkdeginum eins og þau hafa gert síðustu ár. Hjónin slógust í för með bæjarbúum Kópavogs og Garðabæjar í dag.

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss

Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi.

Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“

Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar.

Mikil­­vægustu kosningar fyrir Evrópu­­sam­bandið í langan tíma

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti freistar þess í dag að ná endur­­­kjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðana­kannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórn­­mála­­fræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir fram­­tíð Evrópu­­sam­bandsins.

Rússar líti fram hjá nauðgunum á al­mennum borgurum

Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar þær mikilvægustu fyrir Evrópusambandið í langan tíma. 

Allt að fimmtán stiga hiti

Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu.

Skallaði konu í and­litið

Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti.

Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna

Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna.

Svanhvít fannst látin

Svanhvít Harðardóttir, sem lýst var eftir í gær, fannst látin í kvöld. 

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka

Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar?

Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar.

„Það er verið að ræna þjóðareign“

Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 

100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar

Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir.

Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum

Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 

„Ég get ekki orða bundist“

„Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni.

Nota dróna og hunda við leitina

Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag.

Fjöl­menn mót­mæli á Austur­velli

Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook.

Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópu­lönd

Bretar ætla að opna aftur sendi­ráð sitt í Kænu­garði, höfuð­borg Úkraínu, og munu að­stoða Pól­verja við að gefa Úkraínu­mönnum skrið­dreka. For­seti Úkraínu varar Vestur­lönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni. 

Sjá næstu 50 fréttir