Fleiri fréttir

Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Am­ber Heard í dag

Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi.

Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu

Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag verður meðal annars fjallað um þá tillögu ríkisstjórnarinnar að leggja niður Bankasýslu ríkisins. 

Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku

Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn.

Dómari nam grímuskyldu úr gildi

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum.

Ók á 146 kíló­metra hraða í Hafnar­firði

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir hraðakstur eftir að hann var mældur á 146 kílómetra hraða í Hafnarfirði, á vegi þar sem hámarkshraði er áttatíu. Ökumaðurinn var sektaður.

Ró­leg norð­læg átt og víða milt veður

Veðurstofan spáir rólegri, norðlægri átt í dag, víða léttskýjuðu sunnan- og vestanlands og mildu veðri. Reikna má með dálítilli rigningu eða snjókomu á norðaustanverðu landinu, en þurrt að mestu seinnipartinn. 

Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi

Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar.

Ferðamenn streyma til landsins á ný

Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins.

Segir Úkraínumenn tilbúna fyrir átökin: „Við munum berjast“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að baráttan um Donbas sé hafin en aukinn þungi hefur færst í sókn Rússa í austurhluta landsins í dag. Forsetinn sagði að Úkraínumenn munu halda áfram að berjast og það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná sínum svæðum aftur.

Specjaliści monitorują aktywność sejsmiczną na Reykjanes

Od zeszłego tygodnia w okolicy Fagradalsfjall i miejscu erupcji w Geldingadalur odnotowano znaczną aktywność sejsmiczną. Zeszłej nocy w obszarze odnotowano co najmniej dwa trzęsienia ziemi o sile powyżej 2 stopni w skali Richeta.

Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi

Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli.

Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar

Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 

Feður sem myrða börn sín

Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni.

Um­ræðan van­stillt og byggð á röngum upp­lýsingum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum.

Þrjú látin úr Co­vid í Sjang­hæ

Þrjú hafa látist úr Covid í Sjanghæ í Kína en útgöngubann hefur verið í borginni í nærri fjórar vikur. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að enginn hafi látist úr veirunni í borginni.

Landsmenn hugi að sóttvörnum

Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla.

Segir lög­­reglu hafa verið megin­­s­kot­­mark mót­mælenda

Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stríðsátökin í Úkraínu en eldflaugaárásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt.

Ever Forward siglir loks á ný

Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan.

Fylgjast grannt með jarð­­skjálfta­­virkni

Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 

Sól og blíða

Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 

Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína.

Hljóp frá lög­reglunni og út í sjó

Kalrmaður var handtekinn rétt eftir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó.

Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana

Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu.

Kjarninn tók út frétt vegna yfir­gengi­legs ras­isma

Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna.

Sjá næstu 50 fréttir