Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku Heimsljós 19. apríl 2022 10:40 Frá Kenía WFP/Arete/ Fredrik Lerneryd Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn. Alvarlegast er ástandið í Sómalíu þar sem hungursneyð vofir yfir. Í Kenía býr um hálf milljón íbúa við sult og vannæring er víða í Eþíópíu og fer vaxandi. „Af fyrri reynslu vitum við hversu mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar mannúðarástand versnar hratt en geta okkar til að bregðast við er takmörkuð vegna skorts á fjármagni,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Við höfum líkt og margar aðrar mannúðarstofnanir varað við því um margra mánaða skeið og þurrkar í þessum heimshluta gætu orðið hrikalegir,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu eykur líkur á útbreiddu og alvarlegu hungri í Afríku. Matvælaverð hefur rokið upp síðustu vikur og verð á eldsneyti sömuleiðis. Íbúar þurrkasvæðanna á horni Afríku eru taldir í mestri hættu að finna fyrir áhrifum innrásarinnar vegna þess að þeir treysta á innflutning á hveiti frá löndunum við Svartahafið. Matarkarfan hefur hækkað um tugi prósenta, mest í Eþíópíu um 66 prósent, og flutningskostnaður hefur í sumum tilvikum tvöfaldast frá áramótum. Langvarandi þurrkar einkenndu þennan heimshluta árin 2016 og 2017 en þá tókst með snemmbúnum aðgerðum að bjarga mannslífum og afstýra yfirvofandi hungursneyð. Að sögn WFP eru aðrar og verri aðstæður í dag vegna fjárskorts og því er óttast að ekki verði unnt að grípa í taumana í tæka tíð sem kann að hafa skelfilegar afleiðingar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Kenía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent
Alvarlegast er ástandið í Sómalíu þar sem hungursneyð vofir yfir. Í Kenía býr um hálf milljón íbúa við sult og vannæring er víða í Eþíópíu og fer vaxandi. „Af fyrri reynslu vitum við hversu mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar mannúðarástand versnar hratt en geta okkar til að bregðast við er takmörkuð vegna skorts á fjármagni,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Við höfum líkt og margar aðrar mannúðarstofnanir varað við því um margra mánaða skeið og þurrkar í þessum heimshluta gætu orðið hrikalegir,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu eykur líkur á útbreiddu og alvarlegu hungri í Afríku. Matvælaverð hefur rokið upp síðustu vikur og verð á eldsneyti sömuleiðis. Íbúar þurrkasvæðanna á horni Afríku eru taldir í mestri hættu að finna fyrir áhrifum innrásarinnar vegna þess að þeir treysta á innflutning á hveiti frá löndunum við Svartahafið. Matarkarfan hefur hækkað um tugi prósenta, mest í Eþíópíu um 66 prósent, og flutningskostnaður hefur í sumum tilvikum tvöfaldast frá áramótum. Langvarandi þurrkar einkenndu þennan heimshluta árin 2016 og 2017 en þá tókst með snemmbúnum aðgerðum að bjarga mannslífum og afstýra yfirvofandi hungursneyð. Að sögn WFP eru aðrar og verri aðstæður í dag vegna fjárskorts og því er óttast að ekki verði unnt að grípa í taumana í tæka tíð sem kann að hafa skelfilegar afleiðingar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Kenía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent