Fleiri fréttir Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil. 30.12.2021 14:13 Ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari, sem stundum er kallaður Stjörnu-Sævar, segir það vonbrigði að flugeldar seljist nú sem aldrei fyrr. Hann veltir fyrir sér því hvort vert sé að setja kvóta við flugeldakaupum. 30.12.2021 14:03 Kveiktu í gamla þinghúsinu í Canberra Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu. 30.12.2021 14:01 Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014. 30.12.2021 14:00 „Gott væri að fækka ferðum á bílum“ Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag. 30.12.2021 13:56 Egill Einarsson segir tóma dellu að hann sé sóttvarnadólgur Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og líkamsræktarþjálfari, er staddur úti á Tenerife í góðu yfirlæti. Umdeild frásögn hans á Instagram í gær rataði víða og hún höfð til marks um að Egill væri að hæðast að sóttvörnum. Hann segir ekkert fjær sanni. 30.12.2021 13:04 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30.12.2021 13:01 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30.12.2021 12:08 Fyrrverandi þingmenn vilja stöðu framkvæmdastjóra landskjörstjórnar Alls sóttu 22 um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem auglýst var laust til umsóknar 3. desember 2021. Í hópi umsækjenda eru meðal annarra tveir fyrrverandi þingmenn. 30.12.2021 12:01 Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar. 30.12.2021 11:52 Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30.12.2021 11:51 Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúkyrðum yfir starfsfólkið Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum 30.12.2021 11:38 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir nú til skoðunar að stytta tímabil einangrunar fyrir einkennalausa. 30.12.2021 11:37 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30.12.2021 11:27 Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30.12.2021 11:24 Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins. 30.12.2021 11:02 839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30.12.2021 10:40 Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. 30.12.2021 10:25 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30.12.2021 10:09 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30.12.2021 09:00 Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. 30.12.2021 08:52 Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. 30.12.2021 08:50 Tígur í bráðri útrýmingarhættu skotinn í dýragarði í Flórída Átta ára malasískur tígur var skotinn í Naples dýragarðinum í Flórída í gær eftir að hafa bitið í handlegg eins starfsmanna garðsins. Lögregla reyndi að fá tígurinn til að sleppa manninum en neyddist til að skjóta hann þegar það gekk ekki. 30.12.2021 08:39 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30.12.2021 07:37 Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. 30.12.2021 07:37 Norðaustanátt og éljagangur um norðan- og austanvert landið Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur verður um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands. 30.12.2021 07:08 Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. 30.12.2021 07:00 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30.12.2021 06:53 Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli. 30.12.2021 06:53 Flugeldaónæði og rúðubrot Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að. 30.12.2021 06:08 Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30.12.2021 00:48 Þrír létust í eldsvoða á gjörgæslu Þrír létu lífið á gjörgæslu í Úkraínu eftir að eldsvoði braust út þegar kveikt var á minningarkerti, til minningar þeirra sem látist höfðu úr kórónuveirunni. Fjórir hlutu lífshættuleg brunasár. 30.12.2021 00:06 Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29.12.2021 23:20 Maxwell sakfelld fyrir mansal og gæti átt yfir höfði sér 65 ára fangelsi Ghislaine Maxwell var í dag sakfelld í New York fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. 29.12.2021 23:03 Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. 29.12.2021 22:27 Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29.12.2021 22:00 Íslandsbanki skraca godziny otwarcia W wielu oddziałach Íslandsbanki skrócone zostaną godziny otwarcia. Decyzję taką podjęto w związku ze spadkiem liczby wizyt w bankach. 29.12.2021 21:21 Kínverjar smána sóttvarnabrjóta opinberlega Lögreglan í Suður-Kína smánaði opinberlega fjóra menn í vikunni sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum. Mennirnir áttu að hafa smyglað fólki yfir landamæri Kína en strangar takmarkanir eru á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 29.12.2021 21:21 Konferencja poświęcona COVID w kraju W związku z rosnącą liczbą zakażonych, ponownie zwołano konferencję prasową, podczas której omówiono sytuację w kraju. 29.12.2021 21:13 Áslaug vill endurskoða einangrun barna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar. 29.12.2021 20:36 „Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29.12.2021 20:30 Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. 29.12.2021 20:19 Heppni Íslendinga heldur áfram Fyrsti vinningur í Víkingalottó fór ekki út að þessu sinni en Íslendingur var með allar tölur réttar í Jókernum og tryggði sér þar með tvær milljónir. Þá skipaði einn sér í annað sæti og hlaut hann hundrað þúsund krónur í sinn hlut. 29.12.2021 19:56 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29.12.2021 19:01 Lokuðu skammtímavistun fyrir fötluð börn vegna manneklu Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð. 29.12.2021 18:51 Sjá næstu 50 fréttir
Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil. 30.12.2021 14:13
Ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari, sem stundum er kallaður Stjörnu-Sævar, segir það vonbrigði að flugeldar seljist nú sem aldrei fyrr. Hann veltir fyrir sér því hvort vert sé að setja kvóta við flugeldakaupum. 30.12.2021 14:03
Kveiktu í gamla þinghúsinu í Canberra Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu. 30.12.2021 14:01
Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014. 30.12.2021 14:00
„Gott væri að fækka ferðum á bílum“ Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag. 30.12.2021 13:56
Egill Einarsson segir tóma dellu að hann sé sóttvarnadólgur Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og líkamsræktarþjálfari, er staddur úti á Tenerife í góðu yfirlæti. Umdeild frásögn hans á Instagram í gær rataði víða og hún höfð til marks um að Egill væri að hæðast að sóttvörnum. Hann segir ekkert fjær sanni. 30.12.2021 13:04
240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30.12.2021 13:01
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30.12.2021 12:08
Fyrrverandi þingmenn vilja stöðu framkvæmdastjóra landskjörstjórnar Alls sóttu 22 um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem auglýst var laust til umsóknar 3. desember 2021. Í hópi umsækjenda eru meðal annarra tveir fyrrverandi þingmenn. 30.12.2021 12:01
Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar. 30.12.2021 11:52
Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30.12.2021 11:51
Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúkyrðum yfir starfsfólkið Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum 30.12.2021 11:38
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir nú til skoðunar að stytta tímabil einangrunar fyrir einkennalausa. 30.12.2021 11:37
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30.12.2021 11:27
Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30.12.2021 11:24
Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins. 30.12.2021 11:02
839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30.12.2021 10:40
Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. 30.12.2021 10:25
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30.12.2021 10:09
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30.12.2021 09:00
Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. 30.12.2021 08:52
Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. 30.12.2021 08:50
Tígur í bráðri útrýmingarhættu skotinn í dýragarði í Flórída Átta ára malasískur tígur var skotinn í Naples dýragarðinum í Flórída í gær eftir að hafa bitið í handlegg eins starfsmanna garðsins. Lögregla reyndi að fá tígurinn til að sleppa manninum en neyddist til að skjóta hann þegar það gekk ekki. 30.12.2021 08:39
Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30.12.2021 07:37
Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. 30.12.2021 07:37
Norðaustanátt og éljagangur um norðan- og austanvert landið Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur verður um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands. 30.12.2021 07:08
Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. 30.12.2021 07:00
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30.12.2021 06:53
Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli. 30.12.2021 06:53
Flugeldaónæði og rúðubrot Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að. 30.12.2021 06:08
Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30.12.2021 00:48
Þrír létust í eldsvoða á gjörgæslu Þrír létu lífið á gjörgæslu í Úkraínu eftir að eldsvoði braust út þegar kveikt var á minningarkerti, til minningar þeirra sem látist höfðu úr kórónuveirunni. Fjórir hlutu lífshættuleg brunasár. 30.12.2021 00:06
Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29.12.2021 23:20
Maxwell sakfelld fyrir mansal og gæti átt yfir höfði sér 65 ára fangelsi Ghislaine Maxwell var í dag sakfelld í New York fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. 29.12.2021 23:03
Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. 29.12.2021 22:27
Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29.12.2021 22:00
Íslandsbanki skraca godziny otwarcia W wielu oddziałach Íslandsbanki skrócone zostaną godziny otwarcia. Decyzję taką podjęto w związku ze spadkiem liczby wizyt w bankach. 29.12.2021 21:21
Kínverjar smána sóttvarnabrjóta opinberlega Lögreglan í Suður-Kína smánaði opinberlega fjóra menn í vikunni sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum. Mennirnir áttu að hafa smyglað fólki yfir landamæri Kína en strangar takmarkanir eru á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 29.12.2021 21:21
Konferencja poświęcona COVID w kraju W związku z rosnącą liczbą zakażonych, ponownie zwołano konferencję prasową, podczas której omówiono sytuację w kraju. 29.12.2021 21:13
Áslaug vill endurskoða einangrun barna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar. 29.12.2021 20:36
„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29.12.2021 20:30
Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. 29.12.2021 20:19
Heppni Íslendinga heldur áfram Fyrsti vinningur í Víkingalottó fór ekki út að þessu sinni en Íslendingur var með allar tölur réttar í Jókernum og tryggði sér þar með tvær milljónir. Þá skipaði einn sér í annað sæti og hlaut hann hundrað þúsund krónur í sinn hlut. 29.12.2021 19:56
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29.12.2021 19:01
Lokuðu skammtímavistun fyrir fötluð börn vegna manneklu Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð. 29.12.2021 18:51