Fleiri fréttir

Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins

Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu.

Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum

Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum.

Árangur Repúblikana skekur Demó­krata­flokkinn

Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra.

Stefnir í stóra viku í pólitíkinni

Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna.

Segir fram­­göngu trúnaðar­manna ó­­verjandi

Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar sem segist sammála fyrrverandi formanni um að að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega.

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku

Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur.

Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti.

Fundu erfða­galla í sæðinga­hrúti sem veldur gulri fitu

Í ljós hefur komið að sæðingahrútur sem átti í kringum 600 afkvæmi í vor hafi verið með erfðagalla sem gerir það að verkum að kjötfitan verður gul. Ekki er um sjúkdóm að ræða né er hættulegt að borða kjötið en það þykir ólystugt.

Tekur við borgar­stjóra­stólnum af Bill DeBlasio

Demókratinn Eric Adams vann líkt og búist var við sigur í kosningum um nýjan borgarstjóra New York borgar. AP segir hann hafa haft betur gegn frambjóðenda Repúblikana, Curtis Silwa og muni því taka við embættinu af Bill DeBlasio sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014.

Tveir eldri menn létust á tónleikum til heiðurs Abba

Tveir menn, annar á níræðisaldri og hinn á sjötugsaldri, létust á tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Abba í Uppsölum í gærkvöldi. Um slys var að ræða en eldri maðurinn datt niður af svölum og ofan á hinn.

Allar líkur á ó­væntum sigri Repúblikana í vígi Demó­krata

Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin.

Mál gegn meintum byssumanni fellt niður

Mál gegn manninum sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr riffli á bifreið borgarstjóra við heimili hans og á skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið fellt niður hjá héraðssaksóknara.

Bílabúð Benna setur upp öflugastu bílahleðslustöð landsins

Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót suðurlandsvegar og vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði hleðslustöðina á föstudag.

Eigandi rakti símann en þjófurinn þóttist eiga hann

Um klukkan 17 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að farsíma hefði verið stolið í verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þremur tímum síðar hafði tilkynnandi aftur samband og hafði þá staðsett símann í Hlíðahverfinu.

Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun

Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára.

Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis.

Konflikt w szeregach związków zawodowych Efling

Dyrektor związków zawodowych Efling, Sólveig Anna Jónsdóttir, ogłosiła, że zamierza zrezygnować ze swojego stanowiska. Po tej informacji o rezygnacji poinformował także Viðar Þorsteinsson, który pełni rolę dyrektora zarządzającego.

Face­book eyðir and­lits­gögnum milljarðs manna

Facebook tilkynnti í dag að fyrirtækið hygðist leggja niður andlitsgreiningakerfi sitt og eyða gögnum frá meira en milljarði notenda sem það hefur safnað í rúman áratug. Tæknin var meðal annars notuð til að benda notendum á myndir þar sem andlit þeirra gætu verið.

Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð

Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir.

Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár

Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni.

Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg.

Sjá næstu 50 fréttir