Bílar

Bílabúð Benna setur upp öflugastu bílahleðslustöð landsins

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót suðurlandsvegar og vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði hleðslustöðina á föstudag.

Meðfylgjandi er fréttatylkinning frá Bílabúð Benna.

Þessi nýja ofur hraðhleðslustöð sem hönnuð er af Porsche skilar allt að 350 kW og er mun öflugri en aðrar hraðhleðslustöðvar á landinu. Þær öflugustu hingað til eru 250 kW sem Tesla er að setja upp en sem dæmi má nefna að öflugustu hleðslustöðvar ON eru 150 kW. Með þessari nýju bílahleðslustöð verður hægt að hlaða rúmlega 100 kílómetra á aðeins 5 mínútum sem eru alger þáttaskil í hleðslutíma.

Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir að rafbílaeigendur geti komið á Krókháls 9 og hlaðið bíla sína og í leiðinni uppgötvað hversu auðvelt og fljótlegt það er að hlaða rafbíl í slíkri stöð.

Hleðslustöðin að Krókhálsi 9.

„Þessi nýja hleðslustöð mun bæta til muna hleðsluhraða sem er í boði er og sýna þannig landsmönnum að framtíðin í rafbílaheiminum er nú þegar komin. Við viljum bæta þannig viðhorf og áhuga á rafbílavæðingunni enn frekar. Jafnframt ýtir þetta undir vilja fólks til að velja rafbíla með nýjustu tækni sem gefur þeim mun meira frelsi til langra ferðalaga án þess að þurfa að bíða lengi eftir hleðslu. Þetta leysir algengt vandamál sem er að almenningur horfi ekki á rafmagnsbíl sem alvöru kost sem hægt sé að nota sem eina bíl til að komast í sumarbústað eða draga kerrur út á land,“ segir Benedikt.

„Til þess að rafbílar nái til allra almennra bílaeigenda þá þarf að uppfylla það loforð að það sé hægt að fylla á hleðsluna í bílnum á svipaðan hátt og um bensín eða dísel bíla sé að ræða. Með þessari stöð þá er verið að sýna og framkvæma að það sé hægt. Þessari stöð er ætlað að vera leiðarljós fyrir það að það sé raunverulegur möguleiki á því að skipta úr bensín eða dísel bíl yfir í rafbíl og að það sé hægt að nota bílinn að fullu á sama máta og eldri bíla.

Upplifunin rafbílaeigenda á að vera sambærileg við það að fara á bensínstöð og fylla á bílinn áður en haldið er út úr bænum og að ökumenn nái að hlaða nægilegum kílómetrum til þess að koma þér áleiðis hvert sem ferðinni er heitið. Það þarf engin að fyllast drægniskvíða lengur,“ segir Benedikt ennfremur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×