Innlent

Tekur tíma að koma alls staðar upp ókyngreindum salernum

Snorri Másson skrifar
Kynsegin fólk vill sumt kynlaus salerni. HÍ er að reyna að verða við þeirri ósk.
Kynsegin fólk vill sumt kynlaus salerni. HÍ er að reyna að verða við þeirri ósk. Vísir

Ókyngreind salerni má nú finna í um það bil þremur af hverjum fjórum byggingum Háskóla Íslands. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að bjóða ekki upp á slíkt alls staðar.

„Ég held að við getum sagt að í um 75% bygginga séum við með kynlaus salerni og ef þau eru ekki er tiltölulega stutt í þau,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans.

Talsmenn réttinda hinsegin fólks hafa gagnrýnt háskólann undanfarið vegna takmarkaðs framboðs kynlausra klósetta í byggingum skólans. Það rataði í fjölmiðla þegar Mars Proppé háskólanemi greindi frá því á samfélagsmiðlum að húsvörður háskólans hefði tekið niður merkingu sem hán setti upp við eitt salernið. 

Fréttastofa leit við á salerni skólans í dag:

Rektor segir að þessi mál séu komin í góðan farveg.

„Ég vil segja að það hafi þróast nokkuð vel. Jafnrétti er nú eitt af grunngildum háskólans. Við erum með kynlaus salerni í flestum byggingum hér, ekki alveg öllum, en við erum með ákveðna áætlun um hvernig við bregðumst við því,“ segir Jón Atli.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm

Kynlaus salerni skipta marga máli sem ekki falla innan hefðbundinnar kynjatvíhyggju, enda kunna slíkir einstaklingar oft illa við að gangast undir merki karla eða kvenna þegar það á einfaldlega ekki við.

„Þetta er hluti af okkar jafnréttisáætlun. Við erum með mjög öflugt jafnréttisstarf hér innan háskólans. Við erum með jafnréttisáætlun til þriggja ára sem tengist líka bara stefnu háskólans. En við erum sem sagt að vinna í þessu, en það tekur bara í sumum tilvikum svolítinn tíma að klára mál,“ segir Jón Atli.


Tengdar fréttir

Borginni gert að kynjamerkja klósett

Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.