Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um slys sem varð á Suðurlandi nú fyrir hádegi en betur fór en á horfðist þegar smárúta valt á Suðurlandsvegi í Mýrdal í morgun.

Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður.

Enn hreyfing á flekanum við Búðar­á

Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi.

Taívanar leitast eftir stuðningi

Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum.

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Stormur syðst og allt að 35 metrar í hviðum

Hvasst verður víða um land í dag. Spáð er allhvassri eða hvassri austanátt, sums staðar stormi syðra og víða rigningu, talsveðri um tíma, einkum suðaustanlands.

Að minnsta kosti 20 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Pakistan

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti, 5,9 stig að stærð, reið yfir í Balokistan í Pakistan í morgun. Yfirvöld óttast að tala látinna muni hækka og að fjölmargar byggingar hafi hrunið til grunna þar sem fólk sé nú fast undir.

Veittist að leigubílstjóra með úðavopni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 2.30 í nótt vegna einstaklings sem veittist að bílstjóra leigubifreiðar með úðavopni. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar

Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað.

Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar

Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum.

Nemandi handtekinn eftir skotárás í skóla í Texas

Átján ára nemandi var handtekinn eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas í dag. Minnst fjórir eru særðir eftir árásina. Einn er í lífshættu en aðrir virðast hafa sloppið með minniháttar meiðsl.

Tölvuþrjótur ræðst á streymisveituna Twitch

Tölvuþrjótur lak 125 gígabætum af upplýsingum um streymisveituna Twitch í morgun. Í lekanum má meðal annars finna upplýsingar um tekjur þeirra sem dreifa efni á síðunni.

Blómasalar ákærðir fyrir tollsvik

Tveir stjórnendur innflutningsfyrirtækis eru ákærðir fyrir að hafa blekkt tollayfirvöld í því skyni að greiða minni toll af innfluttum blómum frá Hollandi. 

Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku

Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar.

Engin skýr merki um kviku við Keili

Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að sporna gegn þenslu og verðbólgu, en á þeirri frétt eru margar hliðar sem Heimir Már Pétursson mun skoða í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag  endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið.

Skotárás í skóla í Texas

Minnst fjórir eru slasaðir eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, tveir nemendur og einn kennari, en af þeim eru tveir sagðir hafa orðið fyrir skotum. 

Sjá næstu 50 fréttir