Fleiri fréttir

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum. Lítil úr­koma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólar­hringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatns­hæð í bor­holum.

Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi.

Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram

Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í morgun.

„Við skjótum allar þessar fokking löggur“

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári.

Islandia poza czerwoną strefą

Amerykańska Agencja Kontroli ds. Epidemii zdjęła Islandię z czerwonej listy i nie zniechęca już turystów do podróżowania.

Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna

Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn.

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs

Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár

Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025.

YouTu­be fjar­lægir rásir R Kel­ly

YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni.

Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu

Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum.

Spá miklu hvassviðri víða um land á morgun

Veðurstofan spáir austan strekkingi við suðurströndina í dag, tíu til fimmtán metrum á sekúndu, en annars hægari vindi. Víða verður léttskýjað um vestanvert landið, en skýjað og sums staðar smáskúrir eða él austanlands.

400 Tesla bifreiðar nýskráðar í september

Tesla var með langflestar nýskráningar í september, 400 talsins og skiptust þannig að Model Y var með 284 nýskráningar og Model 3 með 116. Næsti framleiðandi var Kia með 146 nýskráningar. Þar á eftir kemur Hyundai með 142 nýskráningar samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu.

Göbbels reyndist enn heiðurs­borgari

Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler.

Bandaríkin eiga hátt í fjögur þúsund kjarnavopn

Hátt í fjögur þúsund kjarnavopn eru í vopnabúri Bandaríkjanna. Þeim hefur fækkað lítillega síðustu ár en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjastjórn hefur birt opinberar tölur um fjöldann frá því árið 2018.

FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir

Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu.

Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu.

Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins

Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum.

Face­book-upp­ljóstrarinn: „Mark verður að axla sína á­byrgð“

Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag.

Slakað verður á í litlum skrefum þegar þar að kemur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur ekki tímabært að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að svo stöddu og hefur framlengt gildandi ráðstafanir um hálfan mánuð. Ráðherrann á von á að þegar slakað verði á verði það gert í litlum skrefum.

Sjá næstu 50 fréttir