Fleiri fréttir

Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga.

Hlaupið náð há­marki sínu en á eftir að skila sér í byggð

Dregið hefur úr rennsli Skaft­ár við Sveins­tind og mælist það nú um 1.100 rúm­metrar á sekúndu miðað við há­marks­rennsli í gæt upp á um 1.500 rúm­metra á sekúndu. Hlaup­vatn á enn eftir að skila sér niður far­veg Skaft­ár og á­hrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós.

Greini­legt að kvika streymi enn úr eld­stöðinni

Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka.

Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag

Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna.

Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús

Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum.

Frysti í byggð í fyrsta skipti í tvo mánuði

Það gengur í strekkings suðvestanátt norðvestantil á landinu, en annars verður vindur hægari. Frekar þungbúið verður vestantil á landinu með lítilsháttar vætu öðru hverju, en léttara yfir fyrir austan og þurrt. Hiti verður á bilinu tíu til fimmtán stig að deginum.

Volkswagen staðfestir hraðskreiðan rafhlaðbak

Ralf Brandstätter, yfirmaður Volkswagen hefur staðfest að fyrirtækið hyggist framleiða ID.X sem er hraðskreiður rafhlaðbakur, væntanlegur á markað á næsta ári. Hann verður um 329 hestöfl.

Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalár­virkjun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans.

Fjölbreytt verkefni: Skemmdarverk, óspektir og ölvunarsvefn

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Í miðborginni var maður handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar, kona handtekinn vegna óspekta og lögregla kölluð til eftir að ökumaður ók bifreið sinni á ljósastaur.

„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað.

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum

Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Glataðir boltar og léleg logsuða orsök mannskæðs brúarhruns

Sérfræðingar sem rannsaka mannskætt lestarslys sem varð í Mexíkóborg í Mexíkó í maí telja að glataðir boltar og léleg logsuða hafi á verið meðal orsaka þess að slysið varð. 26 létust þegar brú hrundi í þann mund sem lest ók á henni.

Um 104 þúsund fjár slátrað hjá SS á Selfossi

Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélagi Suðurland á Selfossi í morgun en um 104 þúsund fjár verður slátrað þar næstu vikurnar. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa í sláturtíðinni.

Íranir halda áfram að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að  fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári.

Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun

Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni.

Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu

Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð.

Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur

Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku.

Fallið frá tvöföldun vanrækslugjalds

Ákvæði um tvöföldun svonefnds vanrækslugjalds óskoðaðra ökutækja hefur verið fellt úr reglugerð um skoðun ökutækja.Grunnfjárhæð gjaldsins verður óbreytt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renna út á föstudag í næstu viku. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu

Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla.

Milionowy test przeciwko koronawirusowi

Wczoraj w kraju poprano milionową próbkę wykorzystywaną do badań przesiewowych w celu wykrycia zakażeń wirusem SARS-CoV-2. Była to milionowa próbka od czasu wybuchu epidemii w Islandii.

Talibanar skipa bráðabirgðastjórn

Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina.

Hækkar skatta vegna Covid-19

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála.

Pożar na pokładzie promu Norræna

Straż pożarna oraz specjaliści sprawdzają stan maszynowni i oceniają uszkodzenia, kolejnym krokiem będzie zbadanie powodu wybuchu pożaru.

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni

Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Eldur um borð í Norrænu við bryggju á Seyðisfirði

Eldur kviknaði um borð í vélarrúmi Norrænu sem liggur við bryggju á Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag. Áhöfnin í Norrænu slökktil eldinn áður en slökkviliðið á Seyðisfirði mætti á vettvang.

Teknir með Oxycontin við komuna til landsins

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stóðu þrjá erlenda karlmenn að tilraun til smygls á hátt í þrjú þúsund Oxycontin-töflum við komu á Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði.

Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl

Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði.

Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði

Mikið hefur hægt á vexti  Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði  yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem  auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 

Sjá næstu 50 fréttir