Heimsmarkmiðin

Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum

Heimsljós

Tilgangur mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir yfirgripsmikla vinnu stjórnvalda að framgangi heimsmarkmiðanna.

Í lok síðasta árs ákvað verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að meta stöðu Íslands gagnvart öllum 169 undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna. Nú er þeirri stöðutöku lokið í formi mælaborðs sem á myndrænan hátt gerir grein fyrir stöðu markmiðanna á Íslandi.

Staðan byggir á mati sérfræðinga í ráðuneytunum og stöðu Íslands gagnvart þeim mælikvörðum sem fylgja undirmarkmiðunum og Hagstofa Íslands heldur utan um. Tilgangur mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir yfirgripsmikla vinnu stjórnvalda að framgangi heimsmarkmiðanna. Þá munu upplýsingarnar sem finna má í mælaborðinu nýtast sem grunnur að næstu landrýniskýrslu Íslands (VNR) til Sameinuðu þjóðanna, en Ísland skilaði síðast slíkri skýrslu árið 2019.

Staða markmiðanna er metin út frá fjögurra punkta skala; mjög langt í land, eitthvað í land, Ísland vel staðsett og markmiði náð.

Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.