Fleiri fréttir Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16.7.2021 19:30 Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. 16.7.2021 19:29 „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. 16.7.2021 18:43 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. 16.7.2021 18:02 Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum í dag. Átta munu hafa verið í bílunum en við fyrstu fregnir virðist slysið ekki hafa verið eins alvarlegt og talið var í fyrstu. 16.7.2021 16:34 „Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. 16.7.2021 16:17 Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16.7.2021 15:53 Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16.7.2021 15:12 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16.7.2021 14:36 Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví. 16.7.2021 14:16 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16.7.2021 13:38 Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir Nýjar íslenskar kartöflur eru nú komnar í verslanir, meðal annars frá bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum. 16.7.2021 13:05 Epidemiolog rozważa wprowadzenie nowych obostrzeń na granicy Rozpoczął się nowy rozdział pandemii w związku z ostatnimi nowymi przypadkami 16.7.2021 12:58 Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega. 16.7.2021 12:46 Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. 16.7.2021 12:00 Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. 16.7.2021 11:51 Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16.7.2021 11:37 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins í hádegisfréttum en sjö greindust með veiruna innanlands í gær. 16.7.2021 11:33 Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16.7.2021 11:25 Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. 16.7.2021 10:50 Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna „Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“ 16.7.2021 10:47 Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16.7.2021 10:30 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16.7.2021 10:29 Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins. 16.7.2021 08:31 Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn. 16.7.2021 08:25 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16.7.2021 07:30 Stefnubreyting hjá Volkswagen Group Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum. 16.7.2021 07:01 Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16.7.2021 06:50 Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16.7.2021 06:47 Ölvunarónæði og hávaði í miðborginni Næturvaktin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur oft verið erilsamari ef marka má fréttaskeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Vestan Elliðaár var það aðallega í miðborginni sem lögregla sinnti erindum. 16.7.2021 06:26 Fékk nóg af typpafýlunni þegar hún var tekin af sviði rétt fyrir úrslitakeppni Morfíslið fullskipað Verzlóstrákum að mæla staðfastlega gegn því í ræðukeppni að spilling þrífist á Íslandi. Þetta er pæling sem gengur alls ekki upp að mati Ilmar Maríu Arnarsdóttur, sem var svipt æskudraumnum í júní þegar henni var skipt út af sviðinu rétt fyrir úrslit Morfís. 16.7.2021 06:04 Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. 15.7.2021 22:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15.7.2021 21:34 „Þessar tölur sýna það ótvírætt að bólusetningin virkar“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisdeild Landspítalans, segir það alveg ljóst að virkni bóluefnanna sé gríðarlega góð. 15.7.2021 21:05 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15.7.2021 19:31 Yfir hundrað þjófnaðir og innbrot: „Ekki auglýsa það á samfélagsmiðlum að þið séuð ekki heima“ Innbrotahrina gengur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og hafa yfir hundrað þjófnaðir og innbrot verið tilkynnt á síðustu tveimur mánuðum. Lögreglan biðlar til fólks að vera á varðbergi. 15.7.2021 19:15 Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. 15.7.2021 18:56 Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 15.7.2021 18:31 Farþegar skemmtiferðaskips hugsanlega sekir um sóttvarnabrot á Djúpavogi Aðgerðastjórn Lögreglustjórans á Austurlandi hefur hugsanlegt sóttvarnarbrot til rannsóknar eftir að farþegar skemmtiferðaskips fóru í land á Djúpavogi án leyfis. Einn farþegi skipsins greindist smitaður af Covid-19 í fyrradag. 15.7.2021 18:27 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15.7.2021 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur og lagt hald á kannabis að virði hundrað milljóna. Talið er að skipulagður glæpahópur sé að verki. 15.7.2021 18:00 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15.7.2021 16:36 Yrki hlutskarpast í samkeppni um nýtt ráðhús á Akureyri Arkitektastofan Yrki-arkitektar varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja viðbyggingu og endurbótum á eldra húsnæði ráðhússins. Tillaga Yrki verður tekin til frekari útfærslu. 15.7.2021 15:27 Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. 15.7.2021 14:59 Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall. 15.7.2021 14:49 Sjá næstu 50 fréttir
Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16.7.2021 19:30
Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. 16.7.2021 19:29
„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. 16.7.2021 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. 16.7.2021 18:02
Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum í dag. Átta munu hafa verið í bílunum en við fyrstu fregnir virðist slysið ekki hafa verið eins alvarlegt og talið var í fyrstu. 16.7.2021 16:34
„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. 16.7.2021 16:17
Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16.7.2021 15:53
Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16.7.2021 15:12
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16.7.2021 14:36
Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví. 16.7.2021 14:16
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16.7.2021 13:38
Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir Nýjar íslenskar kartöflur eru nú komnar í verslanir, meðal annars frá bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum. 16.7.2021 13:05
Epidemiolog rozważa wprowadzenie nowych obostrzeń na granicy Rozpoczął się nowy rozdział pandemii w związku z ostatnimi nowymi przypadkami 16.7.2021 12:58
Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega. 16.7.2021 12:46
Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. 16.7.2021 12:00
Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. 16.7.2021 11:51
Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16.7.2021 11:37
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins í hádegisfréttum en sjö greindust með veiruna innanlands í gær. 16.7.2021 11:33
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16.7.2021 11:25
Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. 16.7.2021 10:50
Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna „Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“ 16.7.2021 10:47
Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16.7.2021 10:30
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16.7.2021 10:29
Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins. 16.7.2021 08:31
Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn. 16.7.2021 08:25
Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16.7.2021 07:30
Stefnubreyting hjá Volkswagen Group Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum. 16.7.2021 07:01
Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16.7.2021 06:50
Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16.7.2021 06:47
Ölvunarónæði og hávaði í miðborginni Næturvaktin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur oft verið erilsamari ef marka má fréttaskeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Vestan Elliðaár var það aðallega í miðborginni sem lögregla sinnti erindum. 16.7.2021 06:26
Fékk nóg af typpafýlunni þegar hún var tekin af sviði rétt fyrir úrslitakeppni Morfíslið fullskipað Verzlóstrákum að mæla staðfastlega gegn því í ræðukeppni að spilling þrífist á Íslandi. Þetta er pæling sem gengur alls ekki upp að mati Ilmar Maríu Arnarsdóttur, sem var svipt æskudraumnum í júní þegar henni var skipt út af sviðinu rétt fyrir úrslit Morfís. 16.7.2021 06:04
Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. 15.7.2021 22:47
Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15.7.2021 21:34
„Þessar tölur sýna það ótvírætt að bólusetningin virkar“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisdeild Landspítalans, segir það alveg ljóst að virkni bóluefnanna sé gríðarlega góð. 15.7.2021 21:05
Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15.7.2021 19:31
Yfir hundrað þjófnaðir og innbrot: „Ekki auglýsa það á samfélagsmiðlum að þið séuð ekki heima“ Innbrotahrina gengur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og hafa yfir hundrað þjófnaðir og innbrot verið tilkynnt á síðustu tveimur mánuðum. Lögreglan biðlar til fólks að vera á varðbergi. 15.7.2021 19:15
Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar. 15.7.2021 18:56
Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 15.7.2021 18:31
Farþegar skemmtiferðaskips hugsanlega sekir um sóttvarnabrot á Djúpavogi Aðgerðastjórn Lögreglustjórans á Austurlandi hefur hugsanlegt sóttvarnarbrot til rannsóknar eftir að farþegar skemmtiferðaskips fóru í land á Djúpavogi án leyfis. Einn farþegi skipsins greindist smitaður af Covid-19 í fyrradag. 15.7.2021 18:27
Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15.7.2021 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur og lagt hald á kannabis að virði hundrað milljóna. Talið er að skipulagður glæpahópur sé að verki. 15.7.2021 18:00
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15.7.2021 16:36
Yrki hlutskarpast í samkeppni um nýtt ráðhús á Akureyri Arkitektastofan Yrki-arkitektar varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja viðbyggingu og endurbótum á eldra húsnæði ráðhússins. Tillaga Yrki verður tekin til frekari útfærslu. 15.7.2021 15:27
Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. 15.7.2021 14:59
Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall. 15.7.2021 14:49