Fleiri fréttir Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. 3.6.2021 12:34 Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. 3.6.2021 12:33 Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. 3.6.2021 12:32 Nowe stanowiska do pobierania próbek od przyjezdnych W tym tygodniu na lotnisku w Keflavíku oddano do użytku nowe stanowiska do przeprowadzania testów. 3.6.2021 12:10 Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3.6.2021 12:08 Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. 3.6.2021 11:43 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um brunareitinn á Bræðraborgarstíg en eigendur bíða nú eftir grænu ljósi til að fá að rífa húsið og hefja uppbyggingu á reitnum. 3.6.2021 11:33 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3.6.2021 11:08 Tæplega 300 milljarðar króna söfnuðust á áheitaráðstefnu Mögulega verður unnt að bólusetja um 30 prósent fullorðinna í þeim rúmlega 90 þjóðríkjum sem COVAX samstarfið nær til. 3.6.2021 11:02 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví við greiningu. 3.6.2021 10:57 Smokkfiskar verða geimfarar Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar. 3.6.2021 10:55 Bein útsending: Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland Í dag fer fram kynning á nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem kallast „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga.“ Fundurinn hefst klukkan 10 og verður streymt beint á Vísi og YouTube. 3.6.2021 10:01 Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. 3.6.2021 09:54 Sýknuð af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu Landsréttur sýknaði á dögunum konu af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu og sparkað í andlit hennar, en héraðsdómur hafði áður sakfellt hana fyrir þessi atriði. 3.6.2021 09:33 „Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3.6.2021 08:54 Vísbendingar um tengsl milli bóluefnis Pfizer og hjartavöðvabólgu Heilbrigðisráðuneyti Ísraels hefur greint frá því að vísindamenn þar í landi hafi séð nokkur tilfelli hjartavöðvabólgu meðal ungra karlmanna sem hafa fengið bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni og að tengsl kunni að vera þar á milli. 3.6.2021 08:04 Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. 3.6.2021 08:01 Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3.6.2021 07:35 Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og fer að rigna Lægð nálgast nú landið og er því vaxandi suðaustanátt í dag. Veðurstofan spáir því að þegar líður á daginn muni þykkna upp og fara að rigna. 3.6.2021 07:11 Íbúum fjölgar í Reykjavík og Kópavogi en fækkar í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 721 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. júní sl. og í Kópavogi fjölgaði um 439 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum. 3.6.2021 07:10 Starfsmenn vöruhúsa Amazon slasast oftar og alvarlegar en aðrir Starfsmenn vöruhúsa netsölurisans Amazon meiðast oftar og alvarlegar en starfsmenn vöruhúsa annarra fyrirtækja. Alls slasast 5,9 starfsmenn af hundrað alvarlega hjá Amazon, nærri 80 prósent fleiri en hjá öðrum fyrirtækjum. 3.6.2021 07:02 Enginn upplýsingafundur vegna Covid-19 í dag Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið þá ákvörðun að sleppa í dag vikulegum upplýsingafundi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins, sem jafnan hefur verið haldinn á fimmtudögum. 3.6.2021 06:31 Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. 3.6.2021 06:01 Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. 2.6.2021 23:38 Þurfa að handvinna gögn úr leghálssýnatökum Tæknilegir erfiðleikar við úrvinnslu leghálssýna hafa orðið til þess að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku hefur lengst talsvert frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við verkefninu. Forstjóri heilsugæslunnar segir að ekki verði hægt að laga þetta fyrr en á síðari hluta þessa árs. 2.6.2021 23:14 Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. 2.6.2021 22:31 Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. 2.6.2021 21:54 „Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. 2.6.2021 21:54 Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2.6.2021 21:21 Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2.6.2021 21:01 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2.6.2021 20:54 Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. 2.6.2021 20:00 Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. 2.6.2021 18:40 Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. 2.6.2021 18:35 Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. 2.6.2021 18:23 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum. 2.6.2021 18:09 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2.6.2021 17:44 Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar. 2.6.2021 17:15 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2.6.2021 17:15 Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. 2.6.2021 15:57 500 milljóna viðbótarframlag til COVAX Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra. 2.6.2021 15:31 Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku. 2.6.2021 15:26 Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. 2.6.2021 14:39 Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugardalshöll Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2021 14:30 Ákært í Eyjum fyrir nauðgun um verslunarmannahelgi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun gegn fimmtán ára stúlku. Stúlkan hlaut áverka á kynfærum og endaþarmi og klórför á baki. 2.6.2021 14:13 Sjá næstu 50 fréttir
Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. 3.6.2021 12:34
Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. 3.6.2021 12:33
Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. 3.6.2021 12:32
Nowe stanowiska do pobierania próbek od przyjezdnych W tym tygodniu na lotnisku w Keflavíku oddano do użytku nowe stanowiska do przeprowadzania testów. 3.6.2021 12:10
Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3.6.2021 12:08
Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. 3.6.2021 11:43
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um brunareitinn á Bræðraborgarstíg en eigendur bíða nú eftir grænu ljósi til að fá að rífa húsið og hefja uppbyggingu á reitnum. 3.6.2021 11:33
Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3.6.2021 11:08
Tæplega 300 milljarðar króna söfnuðust á áheitaráðstefnu Mögulega verður unnt að bólusetja um 30 prósent fullorðinna í þeim rúmlega 90 þjóðríkjum sem COVAX samstarfið nær til. 3.6.2021 11:02
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví við greiningu. 3.6.2021 10:57
Smokkfiskar verða geimfarar Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar. 3.6.2021 10:55
Bein útsending: Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland Í dag fer fram kynning á nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem kallast „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga.“ Fundurinn hefst klukkan 10 og verður streymt beint á Vísi og YouTube. 3.6.2021 10:01
Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. 3.6.2021 09:54
Sýknuð af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu Landsréttur sýknaði á dögunum konu af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu og sparkað í andlit hennar, en héraðsdómur hafði áður sakfellt hana fyrir þessi atriði. 3.6.2021 09:33
„Konur geta ekki pantað skimun að eigin ósk“ segir landlæknir Ef ágreiningur skapast milli lækna um framkvæmd krabbameinsskimana væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggi konunnar sé gætt. 3.6.2021 08:54
Vísbendingar um tengsl milli bóluefnis Pfizer og hjartavöðvabólgu Heilbrigðisráðuneyti Ísraels hefur greint frá því að vísindamenn þar í landi hafi séð nokkur tilfelli hjartavöðvabólgu meðal ungra karlmanna sem hafa fengið bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni og að tengsl kunni að vera þar á milli. 3.6.2021 08:04
Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. 3.6.2021 08:01
Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3.6.2021 07:35
Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og fer að rigna Lægð nálgast nú landið og er því vaxandi suðaustanátt í dag. Veðurstofan spáir því að þegar líður á daginn muni þykkna upp og fara að rigna. 3.6.2021 07:11
Íbúum fjölgar í Reykjavík og Kópavogi en fækkar í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 721 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. júní sl. og í Kópavogi fjölgaði um 439 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum. 3.6.2021 07:10
Starfsmenn vöruhúsa Amazon slasast oftar og alvarlegar en aðrir Starfsmenn vöruhúsa netsölurisans Amazon meiðast oftar og alvarlegar en starfsmenn vöruhúsa annarra fyrirtækja. Alls slasast 5,9 starfsmenn af hundrað alvarlega hjá Amazon, nærri 80 prósent fleiri en hjá öðrum fyrirtækjum. 3.6.2021 07:02
Enginn upplýsingafundur vegna Covid-19 í dag Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið þá ákvörðun að sleppa í dag vikulegum upplýsingafundi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins, sem jafnan hefur verið haldinn á fimmtudögum. 3.6.2021 06:31
Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. 3.6.2021 06:01
Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. 2.6.2021 23:38
Þurfa að handvinna gögn úr leghálssýnatökum Tæknilegir erfiðleikar við úrvinnslu leghálssýna hafa orðið til þess að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku hefur lengst talsvert frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við verkefninu. Forstjóri heilsugæslunnar segir að ekki verði hægt að laga þetta fyrr en á síðari hluta þessa árs. 2.6.2021 23:14
Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. 2.6.2021 22:31
Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. 2.6.2021 21:54
„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. 2.6.2021 21:54
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2.6.2021 21:21
Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2.6.2021 21:01
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2.6.2021 20:54
Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. 2.6.2021 20:00
Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. 2.6.2021 18:40
Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. 2.6.2021 18:35
Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. 2.6.2021 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum. 2.6.2021 18:09
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2.6.2021 17:44
Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar. 2.6.2021 17:15
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2.6.2021 17:15
Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. 2.6.2021 15:57
500 milljóna viðbótarframlag til COVAX Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra. 2.6.2021 15:31
Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku. 2.6.2021 15:26
Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. 2.6.2021 14:39
Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugardalshöll Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2021 14:30
Ákært í Eyjum fyrir nauðgun um verslunarmannahelgi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun gegn fimmtán ára stúlku. Stúlkan hlaut áverka á kynfærum og endaþarmi og klórför á baki. 2.6.2021 14:13