Fleiri fréttir

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunareitinn á Bræðraborgarstíg en eigendur bíða nú eftir grænu ljósi til að fá að rífa húsið og hefja uppbyggingu á reitnum.

Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur

Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví við greiningu.

Sak­felldir fyrir fjár­svik gagn­vart Bau­haus

Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta.

Krefst þrjá­tíu ára fangelsis­dóms yfir Chau­vin

Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi.

Enginn upplýsingafundur vegna Covid-19 í dag

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið þá ákvörðun að sleppa í dag vikulegum upplýsingafundi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins, sem jafnan hefur verið haldinn á fimmtudögum.

Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins.

Þurfa að hand­vinna gögn úr leg­háls­sýna­tökum

Tæknilegir erfiðleikar við úrvinnslu leghálssýna hafa orðið til þess að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku hefur lengst talsvert frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við verkefninu. Forstjóri heilsugæslunnar segir að ekki verði hægt að laga þetta fyrr en á síðari hluta þessa árs.

Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum

Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum.

Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli

Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu.

„Baga­legt að þurfa að reka em­bætti á lof­orðum“

Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.

Ný ríkis­stjórn hefur verið mynduð í Ísrael

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu

Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið.

Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum.

Stjórnar­and­stöðu­leið­togar í kapp­hlaupi við tímann

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins.

Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólu­setningu

Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma.

500 milljóna viðbótarframlag til COVAX

Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra.

Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku. 

Sjá næstu 50 fréttir