Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:40 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór. Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira