Fleiri fréttir Reiknað með að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum á vorþingi Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur að samstaða náist um afgreiðslu fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra sem tekið var af dagskrá þingfundar í gær. Hann reikni með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi en álitaefni séu um gildistíma þess. 11.5.2021 11:43 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en þrír greindust innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar. 11.5.2021 11:33 Ráðherra undirritar nýjan rammasamning við UNICEF Nýr samningur við UNICEF gildir til loka ársins 2023. 11.5.2021 11:31 Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. 11.5.2021 11:26 Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11.5.2021 11:25 Vagnstjórinn verður á sjúkrahúsi næstu daga Vagnstjóri strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekku í gær, liggur enn inni á spítala eftir óhappið. Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó slapp maðurinn, sem er á sextugsaldri, mjög vel í árekstrinum. 11.5.2021 11:11 Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11.5.2021 10:44 Penninn Eymundsson tekur klámblöðin úr sölu... í bili Penninn Eymundsson hefur ákveðið að taka úr sölu erlend tímarit sem bæði má kalla erótísk og kenna við klám. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða á meðan stjórnendur fyrirtækisins ráða ráðum sínum, segir í svari við fyrirspurn Vísis. 11.5.2021 10:35 Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. 11.5.2021 10:20 Aftur opið að gosstöðvunum Opnað hefur verið fyrir aðgang að gosstöðvunum á Reykjanesi í dag eftir að svæðinu var lokað í gær vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Gasmengun gæti borist yfir byggð á vestanverðu Suðurlandi í dag. 11.5.2021 10:04 Bein útsending: Framtíð þjóðvega á hálendinu Málþing Vegagerðarinnar um framtíð þjóðvega á hálendinu fer fram í dag. Málþingið hóft klukkan níu í morgun og stendur til klukkan 12:30. 11.5.2021 09:37 Níu börn meðal hinna látnu á Gasa Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst. 11.5.2021 09:23 Katrín bólusett í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er meðal þeirra sem fær bólusetningu fyrir Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Í þessari viku stendur til að bólusetja tólf þúsund manns á landinu með bóluefni Pfizer. 11.5.2021 09:05 Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11.5.2021 08:59 Sjö börn í hópi látinna í skotárás í rússneskum skóla Átta manns - sjö nemendur og einn kennari - eru látnir eftir skotárás sem gerð var í skóla í borginni Kasan í Tatarstan í Rússlandi í morgun. Þá er 21 sagður hafa særst í árásinni. 11.5.2021 07:53 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumálin á nýrri heimasíðu Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur opnað nýja heimasíðu, x-o.is. Þar eru tveir oddvitar kynntir til sögunnar; Guðmundur Franklín Jónsson og Glúmur Baldvinsson, og stefna flokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum reifuð. 11.5.2021 07:44 Grunaður morðingi lagði á flótta með tígrisdýr í bílnum Lögregla í Houston í Texas hefur handtekið 26 ára mann sem grunaður er um morð eftir að hann lagðist á flótta með tígrisdýr í bílnum sínum. Tígrisdýrsins er enn leitað. 11.5.2021 07:33 Líkur á skúrum og slydduéljum suðaustan- og austantil Reikna má með fremur hægum vindi og víða björtu veðri í dag. Líkur eru á stöku skúrum eða slydduéljum á Suðaustur- og Austurlandi í dag og á stöku stað á sunnanverðu landinu á morgun. 11.5.2021 07:07 Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Nýtt manntal í Kína sýnir að Kínverjum hefur ekki fjölgað jafn hægt síðan á sjöunda áratugi síðustu aldar, þegar Kínverjar voru að takast á við afleiðingar hungursneyðar. 11.5.2021 07:04 Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11.5.2021 06:50 Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10.5.2021 23:56 Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu. 10.5.2021 23:27 Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. 10.5.2021 23:24 Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10.5.2021 23:07 Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. 10.5.2021 22:19 Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10.5.2021 21:32 Gætu spáð fyrir um eldgos með allt að mánaðarfyrirvara Geimvísindastofnun Bandaríkjanna þróar nú gervihnattatækni sem gæti nýst til að spá fyrir um eldgos allt að mánuði áður en gos hefst. 10.5.2021 21:15 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10.5.2021 20:15 Ákærð fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega á hótelherbergi Kona hefur verið ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa áreitt konu á hótelherbergi þegar hún tók um hendi hennar á meðan hún lá sofandi og notaði til að strjúka nakinn líkama sinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.5.2021 19:28 Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. 10.5.2021 19:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með kórónuveiruna en báðir greindust á síðasta sólarhring. Rætt verður við yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.5.2021 18:00 „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10.5.2021 17:46 50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. 10.5.2021 16:48 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10.5.2021 16:42 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10.5.2021 16:07 Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. 10.5.2021 15:53 Afléttingar víða í Evrópu Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. 10.5.2021 15:45 Íslensk erfðagreining greinir erfðaefni með byltingarkenndri aðferð Vísindamönnum hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur tekist að greina erfðaefni úr stórum hópi fólks með því að lesa allt að 50 þúsund niturbasa í einu en sú aðferð sem notuð er í dag takmarkast við 151 niturbasa. 10.5.2021 15:00 Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10.5.2021 14:54 Reyna að fá sem mest úr hverri plöntu því sektað er fyrir fjölda en ekki magn Lögreglan hefur upprætt tæknivæddar kannabisverksmiðjur hér á landi þar sem markmiðið er að fá sem mest magn úr einni plöntu. Það er gert vegna þess að sektað er fyrir hverja plöntu, en ekki magn. 10.5.2021 14:39 Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar. 10.5.2021 14:02 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10.5.2021 13:57 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10.5.2021 13:53 Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. 10.5.2021 13:35 Vagnstjórinn ekki talinn í lífshættu Ökumaður strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, gengst nú undir rannsóknir á Landspítala en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó gat hann staðið í fæturna á vettvangi í morgun. 10.5.2021 13:12 Sjá næstu 50 fréttir
Reiknað með að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum á vorþingi Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis telur að samstaða náist um afgreiðslu fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra sem tekið var af dagskrá þingfundar í gær. Hann reikni með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi en álitaefni séu um gildistíma þess. 11.5.2021 11:43
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en þrír greindust innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar. 11.5.2021 11:33
Ráðherra undirritar nýjan rammasamning við UNICEF Nýr samningur við UNICEF gildir til loka ársins 2023. 11.5.2021 11:31
Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. 11.5.2021 11:26
Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11.5.2021 11:25
Vagnstjórinn verður á sjúkrahúsi næstu daga Vagnstjóri strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekku í gær, liggur enn inni á spítala eftir óhappið. Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó slapp maðurinn, sem er á sextugsaldri, mjög vel í árekstrinum. 11.5.2021 11:11
Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11.5.2021 10:44
Penninn Eymundsson tekur klámblöðin úr sölu... í bili Penninn Eymundsson hefur ákveðið að taka úr sölu erlend tímarit sem bæði má kalla erótísk og kenna við klám. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða á meðan stjórnendur fyrirtækisins ráða ráðum sínum, segir í svari við fyrirspurn Vísis. 11.5.2021 10:35
Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. 11.5.2021 10:20
Aftur opið að gosstöðvunum Opnað hefur verið fyrir aðgang að gosstöðvunum á Reykjanesi í dag eftir að svæðinu var lokað í gær vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Gasmengun gæti borist yfir byggð á vestanverðu Suðurlandi í dag. 11.5.2021 10:04
Bein útsending: Framtíð þjóðvega á hálendinu Málþing Vegagerðarinnar um framtíð þjóðvega á hálendinu fer fram í dag. Málþingið hóft klukkan níu í morgun og stendur til klukkan 12:30. 11.5.2021 09:37
Níu börn meðal hinna látnu á Gasa Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst. 11.5.2021 09:23
Katrín bólusett í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er meðal þeirra sem fær bólusetningu fyrir Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Í þessari viku stendur til að bólusetja tólf þúsund manns á landinu með bóluefni Pfizer. 11.5.2021 09:05
Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11.5.2021 08:59
Sjö börn í hópi látinna í skotárás í rússneskum skóla Átta manns - sjö nemendur og einn kennari - eru látnir eftir skotárás sem gerð var í skóla í borginni Kasan í Tatarstan í Rússlandi í morgun. Þá er 21 sagður hafa særst í árásinni. 11.5.2021 07:53
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumálin á nýrri heimasíðu Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur opnað nýja heimasíðu, x-o.is. Þar eru tveir oddvitar kynntir til sögunnar; Guðmundur Franklín Jónsson og Glúmur Baldvinsson, og stefna flokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum reifuð. 11.5.2021 07:44
Grunaður morðingi lagði á flótta með tígrisdýr í bílnum Lögregla í Houston í Texas hefur handtekið 26 ára mann sem grunaður er um morð eftir að hann lagðist á flótta með tígrisdýr í bílnum sínum. Tígrisdýrsins er enn leitað. 11.5.2021 07:33
Líkur á skúrum og slydduéljum suðaustan- og austantil Reikna má með fremur hægum vindi og víða björtu veðri í dag. Líkur eru á stöku skúrum eða slydduéljum á Suðaustur- og Austurlandi í dag og á stöku stað á sunnanverðu landinu á morgun. 11.5.2021 07:07
Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Nýtt manntal í Kína sýnir að Kínverjum hefur ekki fjölgað jafn hægt síðan á sjöunda áratugi síðustu aldar, þegar Kínverjar voru að takast á við afleiðingar hungursneyðar. 11.5.2021 07:04
Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. 11.5.2021 06:50
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10.5.2021 23:56
Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu. 10.5.2021 23:27
Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. 10.5.2021 23:24
Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10.5.2021 23:07
Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. 10.5.2021 22:19
Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10.5.2021 21:32
Gætu spáð fyrir um eldgos með allt að mánaðarfyrirvara Geimvísindastofnun Bandaríkjanna þróar nú gervihnattatækni sem gæti nýst til að spá fyrir um eldgos allt að mánuði áður en gos hefst. 10.5.2021 21:15
Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10.5.2021 20:15
Ákærð fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega á hótelherbergi Kona hefur verið ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa áreitt konu á hótelherbergi þegar hún tók um hendi hennar á meðan hún lá sofandi og notaði til að strjúka nakinn líkama sinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.5.2021 19:28
Börn fái ranghugmyndir og neikvæðar hugsanir eftir neyslu á Spice Um fjögur prósent tólf til sextán ára barna á Íslandi hafa notað efnið Spice eða rúmlega fjögur hundruð börn. Forstöðumaður á Stuðlum hefur áhyggjur af þróuninni og segir að börnin fái ranghugmyndir, sjái alls kyns hluti og fái svo neikvæðar hugsanir eftir neysluna. 10.5.2021 19:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með kórónuveiruna en báðir greindust á síðasta sólarhring. Rætt verður við yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.5.2021 18:00
„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10.5.2021 17:46
50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. 10.5.2021 16:48
Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10.5.2021 16:42
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10.5.2021 16:07
Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. 10.5.2021 15:53
Afléttingar víða í Evrópu Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. 10.5.2021 15:45
Íslensk erfðagreining greinir erfðaefni með byltingarkenndri aðferð Vísindamönnum hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur tekist að greina erfðaefni úr stórum hópi fólks með því að lesa allt að 50 þúsund niturbasa í einu en sú aðferð sem notuð er í dag takmarkast við 151 niturbasa. 10.5.2021 15:00
Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10.5.2021 14:54
Reyna að fá sem mest úr hverri plöntu því sektað er fyrir fjölda en ekki magn Lögreglan hefur upprætt tæknivæddar kannabisverksmiðjur hér á landi þar sem markmiðið er að fá sem mest magn úr einni plöntu. Það er gert vegna þess að sektað er fyrir hverja plöntu, en ekki magn. 10.5.2021 14:39
Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar. 10.5.2021 14:02
Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10.5.2021 13:57
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. 10.5.2021 13:53
Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. 10.5.2021 13:35
Vagnstjórinn ekki talinn í lífshættu Ökumaður strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, gengst nú undir rannsóknir á Landspítala en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó gat hann staðið í fæturna á vettvangi í morgun. 10.5.2021 13:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent