Fleiri fréttir

Líkum skolar upp á ár­bakka Gan­ges

Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða.

Fjölda eldflauga skotið að Ísrael

Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð.

Afléttingar víða í Evrópu

Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett.

Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta

Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn.

Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar.

Verk­falls­að­gerðir FÍA lög­mætar að mati Lands­réttar

Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls.

Mosa­eldar við gos­stöðvarnar á­hyggju­efni

Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið.

Vagn­stjórinn ekki talinn í lífs­hættu

Ökumaður strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, gengst nú undir rannsóknir á Landspítala en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó gat hann staðið í fæturna á vettvangi í morgun.

Töldu sig mega koma því Spánn var grænn þegar þau keyptu farmiða

Tíu ferðamenn sem komu til landsins frá Spáni í gær var snúið til baka í morgun. Fólkið var ósátt við að mega ekki dvelja hér og sagðist hafa keypt farmiða þegar Spánn var grænt land. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það ekki skipta máli heldur hvort land sé skilgreint hættusvæði þegar fólk kemur til landsins.

Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt

Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar.

Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki

Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð.

Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar

Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn.

Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð

Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar.

Menntastefnumót: „Látum draumana rætast“

Menntastefnumót er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ frá ársbyrjun 2019.

Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar.

Fjórir slasaðir eftir hnífaárás í matvöruverslun

Að minnsta kosti fjórir eru alvarlega slasaðir eftir að maður gekk berserksgang í matvöruverslun á Suðureyju Nýja Sjálands í morgun. Þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi og árásarmaðurinn virðist hafa verið handtekinn.

Fimm útköll vegna sinubruna eða óvarkárni

Lögreglan var kölluð til vegna sinubruna á Laugarnestanganum í gækvöldi rétt fyrir miðnættið. Í skeyti lögreglu segir að um afmarkaðan bruna hafi verið að ræða.

Þessar til­­slakanir tóku gildi á mið­­nætti

Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda.

Kynhlutlaust mál bannað með lögum

Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau.

Fjögur út­köll vegna gróður­elda frá því Heið­mörk brann

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum og beinum sjónum sérstaklega að Sauðárkróki og Skagafirði þar sem sex manns hið minnsta hafa greinst með kórónuveiruna síðan á föstudag.

Sjá næstu 50 fréttir