Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 07:34 Colonial-leiðslan er sú stærsta í Bandaríkjunum. Colonial Pipeline Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira