Fleiri fréttir

Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks

Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs.

Nokkur hundruð þegar fengið bólu­efni Jans­sen á Ís­landi

Þótt bólusetning með bóluefni Janssen hefjist ekki á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í næstu viku er heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þegar komnar með skammta af bóluefninu. Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni.

Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum

Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra.

Seðla­banka­stjóri vildi ekki ræða á­hrif hags­muna­hópa

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið.

Veittu ekki við­unandi leið­beiningar vegna heim­sóknar­banns

Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina.

Fimm milljarða baðlón á Kársnesi

Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til.

Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun

Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu.

Horaður Naval­ní lokar skrif­stofum til að forða banda­mönnum

Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá nýju reiknilíkani frá Íslenskri erfðagreiningu sem spáir fyrir um hvenær búið verður að ná hjarðónæmi gegn covid 19 á Íslandi samhliða auknum bólusetningum og förum yfir stöðuna í faraldrinum með sóttvarnalækni.

Telja skyn­sam­legra að bólu­setja yngri fyrst eða beita slembi­úr­taki

Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir.

Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi

Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður.

Telur Kínverja undirbúa innrás

Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 

NATO byrjar brottflutning frá Afganistan

Atlantshafsbandalagið er byrjað að flytja hermenn og búnað frá Afganistan, samhliða Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að aðkomu Bandaríkjanna að stríðinu í Afganistan verði lokið fyrir 11. september, á tuttugu ára afmæli árásarinnar á Tvíburaturnana.

Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili

Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi.

Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi

Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði.

Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi

Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað.

Frétti af upp­sögninni í gegnum skjá­skot frá sam­starfs­manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað.

Afglæpavæða þungunarrof í kjölfar nauðgunar

Stjórnlagadómstóll Ekvador hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði sem banni þungunarrof í kjölfar nauðgunar brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Sjö dómarar voru á þessu máli, gegn tveimur en rætur þess má rekja til baráttu kvennréttindasamtaka í Ekvador.

Hafa fengið öfga­full, rasísk og mjög ljót skila­boð

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að upplýsingar hafi borist um að börn og fullorðnir sem tengjast hópsmitum hafi lent í því að fá öfgafull, rasísk og ljót skilaboð frá öðrum. Þá hafa þau einnig nánast orðið fyrir einelti úti á götu fyrir það eitt að koma frá tilteknu landi.

Konferencja w sprawie COVID-19

O godzinie 11:03, rozpocznie się spotkanie informacyjne poświęcone najnowszym działaniom dotyczącym koronawirusa w kraju.

Lögregla sviðsetur morðið í Rauðagerði

Töluverður fjöldi lögreglumanna er við störf í Rauðagerði í tengslum við morðið sem þar var framið í febrúar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að um sé að ræða vettvangsvinnu í tengslum við rannsókn málsins.

Svona var 178. upp­­­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnir og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar í dag klukkan 11:03. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun þar fara yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum.

Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt.

110 nem­endur FSu í sótt­kví eftir að nemandi greindist

Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví.

Norðan­áttin gæti orðið þaul­setin næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir „aðgerðarlitlu veðri“ í dag með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands. Víða verður bjart veður í öðrum landshlutum. Hiti verður sjö til ellefu stig suðvestantil, en annars eitt til sjö stig.

Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn

Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp.

Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery

Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann.

Sjá næstu 50 fréttir