Fleiri fréttir Bretar panta aukaskammta af bóluefni og hyggjast gefa þriðju sprautuna Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer. 28.4.2021 20:48 „Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28.4.2021 20:17 Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28.4.2021 19:46 Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28.4.2021 19:37 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28.4.2021 19:21 Sjálfstæðismenn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi. 28.4.2021 18:36 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28.4.2021 18:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunnskólanum í Þorlákshöfn var breytt í skimunarstöð í morgun enda allir nemendur heima á meðan reynt er að grípa í taumana á hópsýkingu í bæjarfélaginu. Við verðum í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjórann og skólastjóra grunnskólans. 28.4.2021 18:00 Ræddu tvíhliða samstarf og fyrirhugaða Íslandsheimsókn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna og fyrirhugaða heimsókn Blinken til Íslands á símafundi í dag. Blinken mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna sem tekur þátt á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þann 20. maí næstkomandi. 28.4.2021 17:56 Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28.4.2021 17:48 Maðurinn sem lýst var eftir er kominn í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti fyrr í kvöld eftir manni á áttræðisaldri sem ekkert hafði til spurst frá sunnudeginum 25.apríl. 28.4.2021 17:21 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28.4.2021 17:10 Þórður í Skógum er 100 ára í dag Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. 28.4.2021 16:43 Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. 28.4.2021 16:34 Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti. 28.4.2021 15:54 Fjögurra ára drengur lést af slysförum Fjögurra ára drengur lést á Landspítala í fyrradag eftir að aðskotahlutur festist í hálsi hans á miðvikudag í síðustu viku. 28.4.2021 15:34 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28.4.2021 15:07 Fögnuðu sigri gegn Covid en vöknuðu upp við vondan draum Tvö hundruð þúsund hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Indlandi. Fleiri hafa einungis látist í Bandaríkjunum, Brasilíu og Mexíkó en ástandið hefur versnað hratt á Indlandi síðustu vikur. 28.4.2021 14:45 Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28.4.2021 14:36 Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28.4.2021 14:31 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28.4.2021 13:59 Staðhæfir að nettröll á vegum Vg fari um samfélagsmiðla Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram fullum fetum að Vinstri græn geri út fólk til að spilla pólitísku samtali á samfélagsmiðlum. 28.4.2021 13:43 Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28.4.2021 13:27 Skuldaði hinni látnu um 176 milljónir króna eftir dómsmál Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á götu úti í Frogner-hverfi í norsku höfuðborginni Osló í morgun, skuldaði hinni látnu 11,8 milljónir norskra króna. Maðurinn hafði nýverið verið dæmdur til greiðslu bóta í dómsmáli sem staðið hafði í mörg ár. 28.4.2021 13:01 Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. 28.4.2021 12:26 Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér. 28.4.2021 12:20 „Eins og að fá á sig mark í uppbótartíma“ Níu greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru tveir utan sóttkvíar. Grunnskólinn í Þorlákshöfn var lagður undir skimun í morgun eftir að smit greindist meðal nemenda. 28.4.2021 12:15 Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28.4.2021 12:06 Epidemiolog powitany brawami Þórólfur otrzymał pierwszą dawkę szczepionki AstraZeneca. 28.4.2021 11:56 Finnsku stjórnarflokkarnir náðu samkomulagi Finnsku stjórnarflokkunum fimm hefur tekist að ná samkomulagi um fjárlagaramma til næstu þriggja ára. Hefur þannig tekist að koma í veg fyrir að stjórnin riði til falls líkt og sumir óttuðust eftir að viðræður drógust á langinn og leiðtogar eins stjórnarflokksins sögðust efast um framhald samstarfsins. 28.4.2021 11:38 Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28.4.2021 11:38 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum bregðum við okkur í Laugardalshöll þar sem verið er að bólusetja níu þúsund manns í dag. 28.4.2021 11:35 Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28.4.2021 10:46 Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28.4.2021 10:41 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28.4.2021 10:15 Annað ímyndað hneyksli gerir íhaldsmenn reiða Blaðamaður götublaðsins New York Post hefur hætt starfi sínu og segir að sér hafi verið skipað að skrifa kolranga frétt. Sú frétt var um að ríkisstjórn Joes Biden væri að útbýta barnabókum Kamölu Harris, varaforseta, og til ólöglegra innflytjenda á barnsaldri. 28.4.2021 09:29 Átta látnir eftir eldsvoða í Ríga Átta manns hið minnsta eru látnir og níu slasaðir eftir að mikill eldur kom upp í húsnæði sem hefur verið lýst sem ólöglegu farfuglaheimili í lettnesku höfuðborginni Ríga í morgun. 28.4.2021 09:02 Mikill meirihluti þingmanna samþykkir fríverslunarsamninginn við Breta Evrópuþingið hefur staðfest nýjan fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Bretlands í kjölfar Brexit. Samningurinn hefur verið í gildi frá því í janúar en var samþykktur í morgun með 660 atkvæðum. 28.4.2021 09:01 Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28.4.2021 08:13 Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. 28.4.2021 07:43 Sólríkt veður á Suður- og Vesturlandi Útlit er fyrir norðlæga átt, þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til þrettán með austurströndinni. Það léttir til á Suður- og Vesturlandi og má því búast við sólríku veðri þar í dag með hita átta til þrettán stig. 28.4.2021 07:05 Rafbíllinn Zhiji L7 státar af tæplega 1000 kílómetra drægni og þráðlausri hleðslu Zhiji L7 er kínverskur rafbíll sem vekur athygli fyrir reffilegt útlit og drægni sem er engu lík. Uppgefin drægni er 999 km. Í ofanálag er bíllinn með þráðlausri hleðslu, eitthvað sem hlýtur að verða framtíðarlausn. 28.4.2021 07:00 Fleiri en 200 þúsund látið lífið af völdum Covid-19 á Indlandi Kórónuveirufaraldurinn er enn í mikilli útbreiðslu á Indlandi en á síðustu sjö dögum hafa fleiri greinst smitaðir þar en í nokkru öðru landi. 28.4.2021 06:47 Ölvaðir til vandræða í miðborginni Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ekki síst vegna ökumanna sem grunur lék á að væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 28.4.2021 06:20 Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27.4.2021 23:48 Sjá næstu 50 fréttir
Bretar panta aukaskammta af bóluefni og hyggjast gefa þriðju sprautuna Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer. 28.4.2021 20:48
„Erum komin með meiraprófið í því að glíma við veiruna“ Um eitt hundrað íbúar Þorlákshafnar eru í sóttkví vegna hópsmits og grunnskóli bæjarins var nýttur fyrir umfangsmikla skimun í dag. 28.4.2021 20:17
Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk. 28.4.2021 19:46
Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28.4.2021 19:37
Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28.4.2021 19:21
Sjálfstæðismenn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi. 28.4.2021 18:36
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28.4.2021 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunnskólanum í Þorlákshöfn var breytt í skimunarstöð í morgun enda allir nemendur heima á meðan reynt er að grípa í taumana á hópsýkingu í bæjarfélaginu. Við verðum í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjórann og skólastjóra grunnskólans. 28.4.2021 18:00
Ræddu tvíhliða samstarf og fyrirhugaða Íslandsheimsókn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna og fyrirhugaða heimsókn Blinken til Íslands á símafundi í dag. Blinken mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna sem tekur þátt á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þann 20. maí næstkomandi. 28.4.2021 17:56
Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28.4.2021 17:48
Maðurinn sem lýst var eftir er kominn í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti fyrr í kvöld eftir manni á áttræðisaldri sem ekkert hafði til spurst frá sunnudeginum 25.apríl. 28.4.2021 17:21
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28.4.2021 17:10
Þórður í Skógum er 100 ára í dag Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. 28.4.2021 16:43
Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. 28.4.2021 16:34
Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti. 28.4.2021 15:54
Fjögurra ára drengur lést af slysförum Fjögurra ára drengur lést á Landspítala í fyrradag eftir að aðskotahlutur festist í hálsi hans á miðvikudag í síðustu viku. 28.4.2021 15:34
Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28.4.2021 15:07
Fögnuðu sigri gegn Covid en vöknuðu upp við vondan draum Tvö hundruð þúsund hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Indlandi. Fleiri hafa einungis látist í Bandaríkjunum, Brasilíu og Mexíkó en ástandið hefur versnað hratt á Indlandi síðustu vikur. 28.4.2021 14:45
Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28.4.2021 14:36
Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28.4.2021 14:31
Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28.4.2021 13:59
Staðhæfir að nettröll á vegum Vg fari um samfélagsmiðla Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram fullum fetum að Vinstri græn geri út fólk til að spilla pólitísku samtali á samfélagsmiðlum. 28.4.2021 13:43
Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28.4.2021 13:27
Skuldaði hinni látnu um 176 milljónir króna eftir dómsmál Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á götu úti í Frogner-hverfi í norsku höfuðborginni Osló í morgun, skuldaði hinni látnu 11,8 milljónir norskra króna. Maðurinn hafði nýverið verið dæmdur til greiðslu bóta í dómsmáli sem staðið hafði í mörg ár. 28.4.2021 13:01
Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. 28.4.2021 12:26
Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér. 28.4.2021 12:20
„Eins og að fá á sig mark í uppbótartíma“ Níu greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru tveir utan sóttkvíar. Grunnskólinn í Þorlákshöfn var lagður undir skimun í morgun eftir að smit greindist meðal nemenda. 28.4.2021 12:15
Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28.4.2021 12:06
Epidemiolog powitany brawami Þórólfur otrzymał pierwszą dawkę szczepionki AstraZeneca. 28.4.2021 11:56
Finnsku stjórnarflokkarnir náðu samkomulagi Finnsku stjórnarflokkunum fimm hefur tekist að ná samkomulagi um fjárlagaramma til næstu þriggja ára. Hefur þannig tekist að koma í veg fyrir að stjórnin riði til falls líkt og sumir óttuðust eftir að viðræður drógust á langinn og leiðtogar eins stjórnarflokksins sögðust efast um framhald samstarfsins. 28.4.2021 11:38
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28.4.2021 11:38
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum bregðum við okkur í Laugardalshöll þar sem verið er að bólusetja níu þúsund manns í dag. 28.4.2021 11:35
Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28.4.2021 10:46
Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28.4.2021 10:41
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28.4.2021 10:15
Annað ímyndað hneyksli gerir íhaldsmenn reiða Blaðamaður götublaðsins New York Post hefur hætt starfi sínu og segir að sér hafi verið skipað að skrifa kolranga frétt. Sú frétt var um að ríkisstjórn Joes Biden væri að útbýta barnabókum Kamölu Harris, varaforseta, og til ólöglegra innflytjenda á barnsaldri. 28.4.2021 09:29
Átta látnir eftir eldsvoða í Ríga Átta manns hið minnsta eru látnir og níu slasaðir eftir að mikill eldur kom upp í húsnæði sem hefur verið lýst sem ólöglegu farfuglaheimili í lettnesku höfuðborginni Ríga í morgun. 28.4.2021 09:02
Mikill meirihluti þingmanna samþykkir fríverslunarsamninginn við Breta Evrópuþingið hefur staðfest nýjan fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Bretlands í kjölfar Brexit. Samningurinn hefur verið í gildi frá því í janúar en var samþykktur í morgun með 660 atkvæðum. 28.4.2021 09:01
Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28.4.2021 08:13
Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. 28.4.2021 07:43
Sólríkt veður á Suður- og Vesturlandi Útlit er fyrir norðlæga átt, þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til þrettán með austurströndinni. Það léttir til á Suður- og Vesturlandi og má því búast við sólríku veðri þar í dag með hita átta til þrettán stig. 28.4.2021 07:05
Rafbíllinn Zhiji L7 státar af tæplega 1000 kílómetra drægni og þráðlausri hleðslu Zhiji L7 er kínverskur rafbíll sem vekur athygli fyrir reffilegt útlit og drægni sem er engu lík. Uppgefin drægni er 999 km. Í ofanálag er bíllinn með þráðlausri hleðslu, eitthvað sem hlýtur að verða framtíðarlausn. 28.4.2021 07:00
Fleiri en 200 þúsund látið lífið af völdum Covid-19 á Indlandi Kórónuveirufaraldurinn er enn í mikilli útbreiðslu á Indlandi en á síðustu sjö dögum hafa fleiri greinst smitaðir þar en í nokkru öðru landi. 28.4.2021 06:47
Ölvaðir til vandræða í miðborginni Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ekki síst vegna ökumanna sem grunur lék á að væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 28.4.2021 06:20
Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27.4.2021 23:48