Bílar

Rafbíllinn Zhiji L7 státar af tæplega 1000 kílómetra drægni og þráðlausri hleðslu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Zhiji L7.
Zhiji L7.

Zhiji L7 er kínverskur rafbíll sem vekur athygli fyrir reffilegt útlit og drægni sem er engu lík. Uppgefin drægni er 999 km. Í ofanálag er bíllinn með þráðlausri hleðslu, eitthvað sem hlýtur að verða framtíðarlausn.

Sú staðreynd að í Kína eru framleiddir heimsklassa rafbílar ætti ekki að koma neinum á óvart. Kínversk fyrirtæki með litla eða enga reynslu í bílasmíði eru að framleiða lúxus og sport rafbíla og þeim virðist ganga vel.

Innra rými í Zhiji L7.

Dæmi um það er Zhiji L7, hreinn rafbíll, sportlegur stallbakur sem hefur útlitið með sér. Innra rýmið er smekklegt og hefur ákveðinn framtíðarbrag yfir sér enda lítið annað en háskerpuskjáir. Bíllinn á að koma út snemma á næsta ári.

Þráðlaus hleðsla er klárlega ein af þeim staðreyndum um Zhiji L7 sem eru hvað áhugaverðastar. Það verður áhugavert að fyljast með þeirri þróun sem gæti leitt til þess að bílastæði verða „hleðslustöðvar“ án þess að þurfi að stinga í samband. Hleðslugetan í gegnum þráðlausahleðslu eru 11 KW. Bíllinn á að komast frá kyrrstöðu í 100 km/klst. á 3,9 sekúndum.

Zhiji L7.

Zhiji L7 mun koma með 93 kWh rafhlöðu til að byrja með sem dregur 615 km. Stærri drifrafhlaða, 118 kWh er væntanleg og með henni á bíllinn að hafa drægni upp á 999 km.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.