Fleiri fréttir

Ríkisstjórnin vinsælli en stjórnarflokkarnir samanlagt

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi.

Fær ekki að flytja inn American Pit Bull Terrier

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja einstaklingi um undanþágu frá banni við innflutningi á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier.

„Þetta bóluefni er mjög öruggt“

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum.

Sex ára drengur hryggbrotnaði eftir fall úr leikkastala

Hrönn Óskarsdóttir, móðir sex ára drengs sem brotnaði á hryggjarlið þegar hann féll úr kastala á skólalóð Snælandsskóla, segist hafa talið leiktæki á skólalóðum öruggari en raun ber vitni. Leiktækið sem um ræðir væri líklega óleyfilegt samkvæmt evrópskum stöðlum ef það væri ekki selt í einu lagi.

Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig.

Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu

Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar gegn Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku.

Notuðust við far­síma­gögn til að finna Maxwell

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Frægur lög­fræðingur til liðs við lög­manna­t­eymi Gunnars Jóhanns

Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns.

Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm

Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga.

Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir

Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað.

Vonin úti í Ask

Lögregluyfirvöld í Noregi hafa gefið upp von um að þeir þrír einstaklingar sem enn er saknað eftir leirskriðuna í bænum Ask í Noregi í síðustu viku finnist á lífi.

Einn þekktasti stjórnspekingur Frakka ásakaður um barnaníð

Olivier Duhamel, einn þekktasti stjórnmálafræðingur og -skýrandi Frakklands, hefur látið af störfum og eytt Twitter aðgangi sínum eftir að stjúpdóttir hans steig fram og greindi frá því að hann hefði misnotað tvíburabróður hennar.

Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar

Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns.

Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum.

Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta.

Deilan komin til gerðardóms

Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma.

Býst við fleiri smituðum á landamærum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur dagsins yfir nýsmitaða af kórónuveirunni ánægjulegar. Staðan á faraldrinum í útlöndum sé hins vegar áhyggjuefni, sem muni skila sér í fleiri smituðum á landamærum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem ræðir bólusetningar og möguleg tengsl við andlát sem orðið hafa á hjúkrunarheimilum.

Jarð­skjálfti við Gjögur­tá fannst í Fjallabygð

Jarðskjálfti að stærð 2,8 varð um fjórtán kílómetra vestur af Gjögurtá. Tilkynningar hafa borist frá Ólafsfirði og Siglufirði um að skjálftinn hafi fundist, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Treysta á mat Evrópsku lyfja­stofnunarinnar

Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi.

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða

Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Besti súmó­glímu­kappi Japans greinist með Co­vid-19

Japanski súmóglímukappinn Hakuho, sem er efstur á styrkleikalista Súmóglímusambandsins þar í landi, hefur greinst með Covid-19. Meistarinn, sem á rætur að rekja til Mongólíu, fór í sýnatöku eftir að hafa misst lyktarskyn sitt.

Suður-kóreskt olíuflutningaskip í haldi Írana

Íranir hafa hertekið olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í grennd við Hormus sund og hafa nú tuttugu skipverja í haldi. Íran segir að skipið hafi gerst brotlegt við umhverfisreglur.

Sjá næstu 50 fréttir