Fleiri fréttir

Rannsakendur WHO á leið til Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.

Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði

Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag.

Enn hættustig á Seyðisfirði

Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun.

Fjöru­tíu fórnar­lömb mansals í mál við Porn­hub

Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum.

Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir lífeyrissjóðina

Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðina enda hafi vaxtaumhverfið gjörbreyst frá því núverandi stefna var mótuð. Mikilvægt sé að sjóðirnir gangi í takt við stefnuna í efnahagsmálum hverju sinni.

Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og óvissustig á Austfjörðum öllum. Áfram er hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum en rýma þurfti fimmtíu hús á Seyðisfirði í gær vegna skriðu. Við verðum í beinni frá almannavörnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir stöðuna fyrir austan.

Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi

Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð.

Verslunum í Dan­mörku gert að loka fram yfir ára­mót

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar.

Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn

Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu.

Sjúkra­bíllinn of hár fyrir bíla­kjallarann í Hörpu

Sjúkrabíll sem sendur var í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu nú síðdegis komst ekki leiðar sinnar vegna hæðar. Bíllinn var of hár fyrir bílakjallarann en minni bíll var sendur til að leysa hann af hólmi.

Rósa Björk til liðs við þing­flokk Sam­fylkingarinnar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna.

Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina.

Konur tíðari gestir í kjörklefanum

Rétt tæplega 67 prósent fólks á kjörskrá greiddi atkvæði í forsetakosningunum hér á landi í sumar. Rúmlega 252 þúsund manns voru á kjörskrá eða 69,2 prósent landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9 prósent að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Ellefu konur og tveir karlar leggja línurnar varðandi kynfræðslu barna

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. Ellefu konur og tveir karlar skipa hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Harður árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við púlsinn á ástandinu á Seyðisfirði þar sem hættuástand ríkir vegna aurskriða og um 120 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.

47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19

Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000.

Fimm greindust innan­lands

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki.

Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku

Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum.

Tæp­lega þúsund ný dauðs­föll rakin til Co­vid-19 í Þýska­landi

Þjóðverjar hafa hert á samkomutakmörkunum í landinu til að reyna að stemma stigu við kórónufaraldrinum sem er í mikilli uppsveiflu í landinu. Aðgerðirnar gilda til 10. janúar hið minnsta en aðeins verður slakað á yfir jólahátíðina þar sem hverju heimili verður heimilt að hafa hjá sér fjóra gesti úr sinni nánustu fjölskyldu.

Von á enn meiri rigningu á Aust­fjörðum í kvöld

Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum.

McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju

Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær.

Kia Sorento fær 5 stjörnur hjá NCAP

Nýr Kia Sorneto hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Allar gerðir Sorento, Hybrid, Plug-in Hybrid og dísilútfærsla, hlutu toppeinkunn hjá evrópsku öryggisstofnuninni.

Fá fylgd heim til að gera ráðstafanir og ná í nauðsynjar

Ríkislögreglustjóri lýstI í gærkvöldi yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Að auki er óvissustig á öllu Austurlandi vegna skriðuhættu.

Eignaspjöll og þjófnaðir í verslunum

Tveir voru handteknir í gærkvöldi fyrir eignaspjöll. Öðrum var leyft að fara eftir samræður við lögreglu en hinn var látinn laus eftir skýrslutökur. 

4,1 stiga skjálfti á Reykjanesskaga

Um klukkan 4.30 í morgun varð jarðskjálfti af stærð 4,1 um átta kílómetra norðaustur af Reykjanestá. Tilkynningar bárust af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu um að skjálftinn hefði fundist þar.

Sjá næstu 50 fréttir