Fleiri fréttir

Annar tví­burinn hand­tekinn í tengslum við demanta­rán

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið annan tvíburabróðurinn sem auglýst hefur verið eftir í tengslum við rán sem framið var í Grænu hvelfingunni í Dresden. Bræðurnir höfðu verið á flótta frá því að ránið var framið.

Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps

Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu.

Dæmdir fyrir að hafa nauðgað ís­lenskri stelpu á Krít

Tveir þýskir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir fyrir að hafa nauðgað íslenskri unglingsstúlku þegar hún var í skólaferðalagi á Krít í júní í fyrra. Annar maðurinn var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og hinn í fjögurra ára fangelsi.

Fullkomið verkefni um Brennu-Njáls sögu á Laugarvatni

Sögupersónur Brennu Njáls sögu hafa öðlast nýtt líf í meðförum nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem unnu nokkur myndbönd um söguna í stað þess að sitja í kennslustund og læra söguna þar, því það er bannað vegna heimsfaraldursins. Kennarinn segir verkefnið hafa heppnast fullkomlega.

Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu

Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu.

Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu

Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð.

„Það er skelfilegt að eiga við þetta“

Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Við verðum í beinni útsendingu frá björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bólu­efninu

Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað.

Rann­saka líkams­á­rás á Bíldu­dal

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal sem gerð var á aðfaranótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín á laugardagskvöldið hitti þar fyrir tvo ókunnuga menn sem höfðu brotist inn á heimil hans.

Herða aðgerðir í allri Danmörku

Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun.

Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða

Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu.

Fólk fresti för um sólar­hring í það minnsta

Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis.

Ó­vissa varðandi hópa­myndanir utan­dyra

Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum.

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Evrópu­nefndin fundar um leyfið viku fyrr en á­ætlað var

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember.

Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla

Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða.

Segist hafa látið Vega­gerðina vita af bik­blæðingunum strax á sunnu­dag

Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust.

Armenar og Aserar skiptast á föngum

Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum.

Frítt í Strætó frá áramótum fyrir ellefu ára og yngri

Frá og með 3. janúar 2021 munu börn ellefu ára og yngri fá frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Strætó. Árskort fyrir 6-11 ára kostar í dag 9.100 kr. Almennt fargjald í Strætó hækkar um áramótin um tíu krónur og verður gjaldið 490 krónur fyrir fullorðna.

Japanir tvístígandi varðandi Ólympíuleikana

Aðeins 27% Japana vilja að Ólympíuleikarnir fari fram á fyrirhugðum tíma en þeir verða að óbreyttu haldnir í Tókýó 23. júlí til 8. ágúst. Leikunum var frestað vegna Covid-19 faraldursins en þeir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst sl. 

Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum

Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands.

Sjá næstu 50 fréttir