Fleiri fréttir

Trump sagður velta sér upp úr ó­sigrinum á meðan far­aldurinn geisar

Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku.

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna

Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Vísuðu dönskum öfga­mönnum sem ætluðu að brenna Kóraninn úr landi

Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa er múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu.

Brúin brast í beinni útsendingu

Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar.

Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka

Vincent Tan sem nýverið eignaðist öll Icelandair hótelin vill reisa 33 þúsund fermetra fjölnota byggingu á Miðbakka við gömlu höfnina sem meðal annars myndi hýsa fimm stjörnu Four Seasons hótel. Skipulag borgarinnar hefur hafnað hugmyndinni á grundvelli umsagnar Faxaflóahafna sem eiga lóðina.

Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu

Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi.

Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum

Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar og eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að skipulag Reykjavíkur hefur hafnað hugmyndum fjárfestisins Vincent Tan um byggingu fjölnota stórhýsis á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Áætlaður kostnaður var um fjörtíu milljarðar króna.

Bretar afnema heimkomusóttkví vegna ferðalaga til Íslands

Ísland er á meðal átta ríkja sem breskir ferðamenn geta heimsótt án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví vegna kórónuveirunnar við heimkomu frá og með laugardegi. Bann við óþarfa ferðalögum hefur verið í gildi á Bretlandi frá því í síðustu viku.

Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum.

Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin.

Eitt prósent Ítala með Covid-19

Heilbrigðisstarfsmenn á Ítalíu eiga erfitt með að standast það álag sem er á þeim um þessar mundir vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi

Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi.

Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök.

Ekki hefur greinst riða á fleiri bæjum

Ekki hafa komið upp tilfelli riðu í sauðfé á fleiri bæjum í Skagafirði. Enn er þó verið að taka sýni í landshlutanum og raunar landinu öllu.

Fjöldi sjálfsvíga svipaður og síðustu ár

Alls sviptu átján manns sig lífi á Íslandi á fyrri hluta ársins 2020, eða 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn samræmist þeim sem verið hefur síðustu ár.

Sjá næstu 50 fréttir