Fleiri fréttir

Fyrsta „hjólatyllan“ sett upp í Reykjavík

Fyrsti svokallaði hjólabiðstandurinn hefur verið tekinn í gagnið í Reykjavík. Biðstandurinn er neon-grænn að lit og var settur upp í gær á horni Laugavegar og Nóatúns.

Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé.

Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum

Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins.

„Þetta gæti endað með ósköpum“

Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður.

Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi

Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi.

Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni.

Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot

Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær og fimmtíu og sjö greindust smitaðir. Sjö greindust á Stykkishólmi.

Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor

Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna dauða Breonna Taylor. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir.

SOS Barnaþorpin í samstarf við Bayern München

Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München teflir fram stórstjörnum til að draga fram hugrekki og falda hæfileika barna af ólíkum uppruna í samstarfi við SOS Barnaþorpin

Nafn mannsins sem fannst látinn

Maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, 21. ágúst síðastliðinn hét Örn Ingólfsson. Hann var 83 ára gamall.

Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári

Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum.

Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi

Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi.

Um 60 kindur drápust eftir bílveltu

Fjárflutningabíll valt í gær á Dynjandisheiði með þeim afleiðingum að um 60 fjár ýmist drápust eða voru aflífaðar á staðnum eftir slysið.

Alls 320 grunn­skóla­nemar í sótt­kví á höfuð­borgar­svæðinu

Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum.

57 greindust innanlands

57 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 29 þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.

Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti

Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag.

Sjá næstu 50 fréttir