Fleiri fréttir

Sprittbrúsum stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sprittbrúsum hefur verið stolið af og til af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að kórónaveiran kom upp. Forstjóri stofnunarinnar segir það mjög leitt en það sé fórnarkostnaðurinn, sem stofnunin taki á sig til að geta tryggt sóttvarnir.

Tuga saknað vegna eldanna í Oregon

Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington.

Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands

Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands.

Staða barna af er­lendum upp­runa í Kvenna­at­hvarfinu slæm

Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins.

Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna

Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað.

Stjórnvöld skoða sérstaka útfærslu á ferðamennsku

Stjórvöld hafa framlengt sóttvarnaaðgerðir við landamærin og segja þær hafa skilað árangri þegar kórónuveiran sé í sókn í nágrannalöndum. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til einfaldrar ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum.

Tvö ár langur tími í lífi ungra barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir nauðsynlegt að meta hvað sé barni fyrir bestu þegar kemur að umsóknum barnafjölskyldna um alþjóðlega vernd.

Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria

Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. 

Alvarlegar afleiðingar heimsfaraldurs fyrir börn

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun barna, sérstaklega þeirra sem búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children. Bilið milli fátækra og ríkra barna eykst.

Ekkert innan­lands­smit í gær

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar.

Þögn á útvarpsstöðvunum í morgun

Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru.

Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig

Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil.

Sjá næstu 50 fréttir