Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 16:37 Fjöldi flóttamanna er nú á vergangi á eyjunni Lesbos eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu í vikunni. AP/Petros Giannakouris Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04