Fleiri fréttir

Skoðar að stytta sóttkví með sýnatöku

Sóttvarnalæknir hefur til skoðunar að breyta fyrirkomulaginu um sóttkví innanlands. Hingað til hafa allir þeir sem eru útsettir fyrir smiti verið skikkaðir í 14 daga sóttkví.

Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri.

Adda Örnólfs látin

Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri.

Sex smitaðir og allir í sóttkví

Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þann 7. september, samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is. Allir sex voru í sóttkví.

Telja réttarhöldin vegna Khashoggi ógegnsæ

Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu.

Ko­lesni­kova sögð í haldi landa­mæra­varða

Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu.

Endur­greiða um 440 milljónir vegna endur­bóta

Harry Bretaprins hefur endurgreitt 2,4 milljónir punda, um 440 milljónir íslenskra króna, til breska ríkisins vegna framkvæmdanna sem ráðist var í við Frogmore Cottage á síðasta ári.

Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030

Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna.

„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“

Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina.

Líkamsárás gegn átta ára barni kærð

Ósakhæfur maður á þrítugsaldri réðst á átta ára dreng á Akureyri og hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Maðurinn er í öryggisvistun en atvikið átti sér stað á mánudaginn í síðustu viku.

Krabba­meins­fé­lagið segir ó­vissunni eytt

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt.

„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“

Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel

Dansa fyrir lækningu á Duchenne

Ægir Þór, átta ára strákur, og mamma hans hafa dansað við borgarstjóra, forsætisráðherra og fólk um allan heim til að vekja athygli á Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum. Ægir Þór sem er haldinn sjúkdómnum vonast eftir lækningu og að hann komist í langþráða meðferð í útlöndum.

Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu

Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast.

Dagur mikilla vonbrigða

Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag.

Bretar og ESB deila enn á ný

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB.

Póstmeistari Trump sagður hafa brotið kosningalög

Fyrrverandi starfsmenn forstjóra bandarísku póstþjónustunnar segja að þrýst hafi verið á þá að leggja fé í kosningasjóði frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem honum hugnaðist og þeim hafi síðan verið greiddur kostnaðurinn.

Axel Einarsson látinn

Axel P.J. Einarsson tónlistarmaður er látinn. Hann lést að morgni 5. september á Landspítalanum.

Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt

Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví.

Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu

Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið.

Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins.

„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga.

Navalní vaknaður úr dáinu

Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái.

Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn

Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana.

Sjá næstu 50 fréttir