Fleiri fréttir

Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis

Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári.

Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna

Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn.

Kynnti nýja viðbragðsáætlun nýsjálenskra stjórnvalda

Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í dag viðbragðsáætlun stjórnvalda til að koma í veg fyrir að kórónuveiran nái útbreiðslu í landinu, en enginn hefur smitast af veirunni innanlands á Nýja Sjálandi í tvo og hálfan mánuð.

Eldur kviknaði í sjö írönskum skipum í höfn

Engan sakaði þegar eldur kom upp í sjö skipum í slippi í höfn í Bushehr í sunnanverðu Íran í dag. Uppákoman bætist í röð atvika sem ekki hefur fengist skýring á undanfarnar vikur og hefur leitt til vangaveltna um skemmdarverk.

Skoðar hvort farið verði með málið fyrir félagsdóm

Talsmaður sjómannafélags Íslands segist ætla að láta daginn líða en fara síðan yfir það með lögmanni hvort ástæða sé til að fara með mál fyrir félagsdóm er snýr að áætlunarferðum gamla Herjólfs milli Vestamannaeyja og Landeyjahafnar sem farnar eru í dag

Veður versnar víðar

Veðrið verður verra á landinu næsta sólarhringinn en upphaflegar spár Veðurstofunnar gerðu ráð fyrir.

Krefjast afsagnar ríkisstjórnar Búlgaríu vegna spillingarmála

Forsætisráðherra Búlgaríu segist ætla að ákveða hvort hann haldi áfram í embætti síðar í þessari viku. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni í skugga mótmæla gegn spillingu sem geisa víða um landið.

Göngu­æði grípur landann og met­að­sókn hjá Ferða­fé­lagi Ís­lands

Gríðarleg aðsókn hefur verið í gönguferðir á hálendi Íslands í sumar og má segja að gönguæði hafi gripið þjóðina. Aðsókn í göngur hefur stóraukist bæði hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hjá Ferðafélagi Íslands, sem bæði sjá um að skipuleggja ferðir um náttúru landsins.

Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi

Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár.

Minnkandi frjó­semi á­hyggju­efni

Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót.

Sjá næstu 50 fréttir