Fleiri fréttir

Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld.

Rigning eða skúrir í dag

Veðurstofan spáir suðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í dag.

Ekkert lát á skjálftavirkni í nótt

Jörð skalf áfram norðan heiða í nótt og var einn þeirra 3,3 stig. Annars hafa fáir farið yfir þrjú stig, miðað við töflu Veðurstofunnar.

Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum

Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins.

Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga

Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt

Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

Tólf urðu fyrir skoti í Minneapolis

Ellefu eru særðir og einn lést eftir skotárás sem var framin í bandarísku borginni Minneapolis skömmu eftir miðnætti að staðartíma.

Um­ræða um smá­hýsi lituð af miklu skilnings­leysi

Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda enn hjá ríkissáttasemjara. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið.

Á­rásar­maðurinn nafn­greindur

Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah.

Ekkert lát á jarð­skjálfta­hrinunni

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti.

Einn greindist á landa­mærunum

Átta virk smit eru á landinu og fjölgar þeim um eitt milli daga. Eitt smit greindist í landamæraskimun en alls voru 961 skimaðir.

Gular við­varanir á sunnan­verðu landinu

Gul viðvörun er í gildi á suður- og suðausturlandi vegna hvassviðris og eru vegfarendur á ökutækjum sem geta verið viðkvæm fyrir vindi beðnir um að fara varlega.

Sex vistaðir í fangageymslu í nótt

Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum.

Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst

Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu.

Sjá næstu 50 fréttir