Fleiri fréttir

Spurt og svarað um kórónuveiruna

Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum.

Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni

Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi.

Óttast um líf barna í Simbabve

Lífsbarátta almennings í Simbabve er komin á það stig að samtökin Barnaheill – Save the Children óttast um líf barna. Samtökin hvetja framlagsríki og alþjóðasamfélagið til þess að bregðast strax við bágum aðstæðum íbúa Simbabve áður en þær breytast í neyðarástand.

Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr

Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost.

Ragnar Bjarnason látinn

Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga.

Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum

Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins.

Tuttugu látnir eftir ó­eirðirnar í Delí

Til til átaka kom fyrst á sunnudagskvöld þegar íbúar í borginni mótmæltu nýjum lögum um ríkisborgararétt sem eru sögð sett til höfuðs múslimum í landinu.

Polestar Precept rafbíll úr endurunnu plasti

Polestar, rafsportbílamerki Volvo hefur kynnt nýjan bíl. Polestar Precept er afar umhverfisvænn bíll, ekki nóg með að hann sé rafbíll heldur er hann að miklu leyti úr endurunnum plastvörum.

Spáir stormi sunnan­til á morgun

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag þar sem vindur verður víða á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu.

Var í tölvuleik þegar Tesla-jepplingur ók á vegatálma

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð.

Duffy opnar sig: Var haldið fanginni og nauðgað

Tónlistarkonan Duffy hefur opnað sig um áratugslanga fjarveru sína frá tónlist. Hún segir að henni hafi verið byrlað ólyfjan, henni hafi verið nauðgað og haldið fanginni um nokkra daga skeið. Hún segir bataferlið í kjölfar árásarinnar hafa tekið langan tíma.

Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar

Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum.

Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife

Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna.

Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi

Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag.

Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna

Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér til fleiri landa. Staðan versnar enn í Íran og nú hefur aðstoðarheilbrigðismálaráðherra landsins smitast.

Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku

Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö Íslendingar eru í sóttkví á Tenerife eftir að kórónuveira greindist þar. Sóttvarnalæknir segir ekki þörf á viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli en farið verður yfir málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þyrlu­sveit og sér­sveitar­menn birtust á Mos­fells­heiði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra stunduðu æfingar á Mosfellsheiði í morgun. Sverrir Steinn Sverrisson var að aka Mosfellsheiðina um ellefuleytið í morgun þegar þyrla gæslunnar lenti á heiðinni.

Segir ekki verið að skera niður stuðning við ný­­sköpun

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni.

Sjá næstu 50 fréttir