Fleiri fréttir

Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir.

Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Ekið var á hjólreiðamann á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri upp úr klukkan tvö í dag. Var hjólreiðamaðurinn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast

Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag.

Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn.

Líkamlegar refsingar hafa alltaf alvarlegar afleiðingar

Flengingar barna, eða aðrar líkamlegar refsingar, tíðkast enn víða í veröldinni þrjátíu árum eftir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Aðeins átta Afríkuríki af rúmlega fimmtíu hafa lögbundið bann við líkamlegum refsingum barna en slík háttsemi er enn lögleg í öllum ríkjum Bandaríkjanna, að New Jersey og Iowa undanskildum.

Vígamenn mala gull í Afríku

Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu.

Íslenskur veðmálaspilari sektaður um átta milljónir

Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik.

Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands

Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin.

Heinaste kyrrsett í Namibíu

Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu.

Maðurinn sem ekið var á í Hornafirði er látinn

Gangandi vegfarandi lést í alvarlegu slysi sem varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í sveitarfélaginu Hornafirði á sjötta tímanum í gær. Bíl var ekið á gangandi vegfaranda.

Salvatore Torrini látinn

Salvatore Torrini veitingamaður er látinn 73 ára að aldri. Í andlátstilkynningu í dagblöðunum í dag kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu á mánudaginn.

„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“

Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi.

Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma.

Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Útivistardóms krafist á Løvland í LA

Lögmaður Jóhanns Helgasonar krefst þess nú að kveðinn verði upp útivistardómur yfir höfundum lags og texta You Raise Me Up þar sem þeir hafi í engu sinnt stefnum í málinu um lögin You Raise Me Up og Söknuð.

Pípuhattur Hitlers boðinn upp

Hundruð þúsunda evra söfnuðust í uppboði á eigum Adolfs Hitler og annarra nasistaleiðtoga. Uppboðinu hafði verið harðlega mótmælt þar sem munirnir yrðu hugsanlega notaðir til að upphefja nasismann.

Samkomulag um styttingu vinnuviku

BSRB hefur náð samkomulagi við alla viðsemjendur sína, það er ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Fól þinginu að mynda nýja stjórn

Benny Gantz, leiðtoga Bláa og hvíta bandalagsins, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn í Ísrael frekar en Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins.

Flugvallarmáli frestað í bili

Riftunarmál þrotabús ACE Handling ehf. gegn eignarhaldsfélögunum ACE FBO, Global Fuel Iceland og Bjargfasti var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður

Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga.

Ofbeldi og hótanir í október

Í október voru skráð níu tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi.Það sem af er ári hafa verið skráð um 34 prósent fleiri slík tilvik en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.

Blaðamenn fara í verkfall á morgun

Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir