Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 10:28 Vinkonurnar Ásdís Rán og Ruja Ignatova sem er einhver alræmdasta fjársvikakona sögunnar. Hún er horfin sporlaust af yfirborði jarðar. fbl/stefán/flickr/onecoin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb. Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb.
Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira