Fleiri fréttir

Dóttir mín var bara málsnúmer

Móðir ungrar konu sem kærði alvarlegt kynferðisofbeldi til lögreglu vill viðhorfsbreytingu og breytt verklag. Hún skrifar opið bréf til dómsmálaráðherra um reynslu sína af því að standa við hlið dóttur sinnar.

Nýjar stofnanir verði á lands­byggðinni

For­sætis­ráð­herra hefur brýnt fyrir ráð­herrum að hugsa til lands­byggðarinnar þegar nýjar stofnanir eru settar á lag­girnar. Minnis­blað um málið lagt fram í ríkis­stjórn. Fjórar nýjar stofnanir eru í far­vatninu á yfir­standandi þing­vetri.

Enn á ný er kosið í Túnis

Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing.

Nýsköpun ekki lúxus heldur lífsnauðsynleg

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í gær nýja stefnu stjórnvalda um nýsköpun á Íslandi. Stefnunni er ætlað að undirbúa samfélagið til að takast á við framtíðaráskoranir. Ráðherra segir mikilvægt að regluverkið sé skilvirkt.

Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS.

Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra

Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska.

Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju

Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum.

Staðfest að Bernie Sanders fékk hjartaáfall

Frambjóðandinn í forvali Demókrata kenndi sér meins fyrir brjósti á þriðjudag. Hann segist ætla að hvíla sig í stuttan tíma áður en hann kemur aftur til starfa.

Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna

Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins.

Útsmognir þjófar

Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli.

Aleigan brann á hálftíma

Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kynferðisleg áreitni starfsmanna forsetaembættisins, veðurtepptir flugfarþegar og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30

BL söluhæsta bílaumboðið í september

Alls voru 817 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi ı́ september, tæpum 24% færri en í sama mánuði í fyrra. Af heildarskráningum septembermánaðar voru 230 af merkjum BL, eða rúm 28%.

Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu

Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur.

Telur brotin margfalt fleiri en skömmin þvælist fyrir

Snögg viðbrögð eru það sem skipta öllu þegar reynt er að lágmarka tjón vegna netglæpa. Þetta segir yfirlögregluþjónn og að oft geti reynst erfitt að ná peningum til baka frá netglæpamönnum.

Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði

Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti.

Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden

Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir