Fleiri fréttir

Hafnar því að hún vilji segja af sér

Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn.

Búa sig undir storminn

Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna.

Erfið staða fyrir Johnson

Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu.

Starfs­lið Pence leigir sex­tíu leigu­bíla

Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við undirbúningi fyrir komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun.

Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.

Herferðir gegn plastmengun í september

Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) tekur ásamt Evrópusambandinu og fleirum, þátt í strandhreinsunarátakinu #EUBeachCleanUp.

Birti nektarmyndir af konu á sjónvarpsskjá

Karlmaður á Vestfjörðum gekkst í morgun við því að hafa sýnt gesti á heimilinu nektarmyndir af konu. Myndirnar sýndi hann viðkomandi á sjónvarpsskjá en á þeim lá hún nakin í rúmi.

Svipta sjálfa sig friðhelgi

Þingmenn á úkraínska þinginu samþykktu í dag að svipta sjálfa sig friðhelgi og geta þeir nú verið sóttir til saka.

Sextíu heimilislausir bíða úrræða

Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn.

Ákærður fyrir innflutning á amfetamíni og sterum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þrítugum karlmanni fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 900 millilítra af vökva sem innihélt amfetamín sem hafði 47 prósent á styrkleika.

Sjá næstu 50 fréttir