Fleiri fréttir

Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð

James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla.

Líklegt að uppáhalds hershöfðingi Napóelons hafi fundist undir dansgólfi

Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni.

Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó

Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári.

Akureyrarbær fær nýtt nafn í afmælisgjöf

Akureyrarbær heitir nú formlega Akureyrarbær, en ekki Akureyrarkaupstaður eins og áður, eftir að nafnabreytingin var staðfest opinberlega í dag. Bærinn fagnar 157 ára afmæli í dag, 29. ágúst.

Sextíu daga brunabann í Amazon

Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum.

Öryggisbrestur hjá Facebook náði til eins einstaklings á Íslandi

Persónuvernd hefur fengið þær upplýsingar að nýlegur öryggisbrestur hjá Facebook, þar sem verktakar voru notaðir til að yfirfara hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger, hafi náð til eins einstaklings á Íslandi.

Fullur með farþega á Viðeyjarferjunni

Maðurinn sem handtekinn var við Ægisgarð í gærkvöldi grunaður um að hafa stýrt skipi undir áhrifum áfengis hafði hafði siglt Viðeyjarferjunni með farþega áður en lögregla mætti á vettvang.

Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum

Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós.

Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari.

Bólusetning með grænum svæðum

Daglegt umhverfi þarf að vera þannig að gróður og náttúra fléttist inn í það. Græn svæði eru eins og bólusetning fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.

Snorri Ingimarsson látinn

Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gengdi því starfi frá árinu 1984 til 1988. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn, 71 árs að aldri.

Gillibrand dregur framboð sitt til baka

Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka.

Milljón manns skora á Boris

Rúmlega milljón manns hafa undirritað áskorun til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að hann hætti við að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Telur tímabært að endurheimta handritin

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fengið heimild ríkisstjórnar til að undirbúa viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Væta víða um landið

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stýrir veðrinu næstu daga.

Einn kann á Excel-skjalið

Ný skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um rekstur grunnskóla verður lögð fram á fundi borgarráðs í dag. Í skýrslunni er rætt um ýmsa galla, þar á meðal Excel-skjal sem notað er til fjárúthlutunar sem aðeins einn starfsmað

Sjá næstu 50 fréttir