Fleiri fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2.6.2019 22:00 Ráðist ítrekað að transkonu Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. 2.6.2019 21:00 Stjórnlagaráð aflýsir forsetakosningum í Alsír Stjórnlagaráð Alsír hefur hafnað báðum frambjóðendum sem gáfu kost á sér í forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu 4. Júlí næstkomandi. Kosningum hefur í kjölfarið verið aflýst. 2.6.2019 20:17 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2.6.2019 20:00 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2.6.2019 20:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2.6.2019 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Kvöldfréttirnar eru í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Vísi klukkan 18:30. 2.6.2019 18:00 Aktívisti hrifsaði hljóðnemann af forsetaframbjóðandanum Harris Svar öldungardeildarþingkonunnar Kamölu Harris við spurningu um launamun kynjanna á málfundinum MoveOn í Kalíforníu í gær komst ekki til skila vegna baráttumanns fyrir réttindum dýra sem ruddist upp á sviðið og reif hljóðnemann af Harris. 2.6.2019 17:59 Hélt að árásarmaðurinn væri góð manneskja Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. 2.6.2019 17:37 Gekk fram á krókódíl sem sat að sumbli 77 ára gömul kona í Flórída-ríki í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum aðfaranótt föstudags. Konan, Mary Wischhusen, vaknaði við mikinn hávaða klukkan 3:30 á heimili hennar í bænum Clearwater í Flórída. 2.6.2019 16:05 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2.6.2019 15:48 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2.6.2019 14:00 Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Bandaríkjaforseti segir Breta eiga að sleppa því að semja við ESB um útgöngu úr sambandinu, hugnist þeim ekki sá samningur sem kemur upp úr viðræðunum. 2.6.2019 13:46 Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sér Andrea Nahles telur sig ekki lengur njóta stuðnings flokksmanna. 2.6.2019 13:45 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2.6.2019 13:02 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2.6.2019 12:31 Áframhaldandi norðankæla í næstu viku Veðurfræðingur segir næturfrost á vestanverðu Norðurlandi virðast ætla að vara fram að næstu helgi. 2.6.2019 11:11 "Kvalabandalagið“ greiddi lækni til að gera lítið úr hættu ópíóíða Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna hafa látist í ópíóíðafaraldrinum síðustu áratugi. Fyrirtæki sem var sektað um tugi milljarða vegna hans beitir nú sömu brögðum til að selja lyfin í Evrópu og víðar. 2.6.2019 11:00 Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Mannréttindasamtök hafa lagst gegn nýju reglugerðinni sem lögð var til af stjórn Donalds Trump í fyrra. 2.6.2019 10:00 Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hafði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. 2.6.2019 09:24 Tilkynnt um nakinn mann í Vesturbænum Um klukkan hálf fimm í nótt var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um nakinn mann sem var staddur í húsagarði í Vesturbæ Reykjavíkur. 2.6.2019 07:22 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1.6.2019 23:45 Skipstjóri úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald Skipstjóri sem lenti í mannskæðum árekstri í Dóná í Búdapest á fimmtudag hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. 1.6.2019 23:40 Stuð og stemning á höfuðborgarsvæðinu í dag Nóg var um að vera á höfuðborgarsvæðinu þennan fyrsta dag júnímánaðar, enda sjómannadagshelgin hafin. 1.6.2019 23:23 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1.6.2019 23:05 Afskipti Trump af breskum stjórnmálum „óafsakanleg“ Jeremy Corbyn, leiðtogi breska verkamannaflokksins, gagnrýnir ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði Boris Johnson vera „tilvalinn“ eftirmann Theresu May. 1.6.2019 21:31 Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. 1.6.2019 20:00 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1.6.2019 19:45 Sprengja fannst undir bíl lögreglumanns í Belfast Lögreglan í höfuðborg Norður-Írlands, Belfast, hefur staðfest að grunsamlegur hlutur sem fannst undir bíl lögregluþjóns þar í borg sé sprengja ætluð til þess að ráða lögregluþjóninn af dögum. 1.6.2019 19:28 Leita átta fjallgöngumanna í Himalayafjöllum Leit hófst eftir að hópurinn skilaði sér ekki í grunnbúðir á tilsettum tíma. 1.6.2019 19:15 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1.6.2019 17:41 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stóru málin og þau litlu verða til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér á eftir. 1.6.2019 17:39 379 nýstúdentar útskrifaðir frá MR Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 174. sinn við brautskráningu stúdenta í Háskólabíó föstudaginn 31. maí. 1.6.2019 17:23 Tafir hjá Reiknistofu bankanna tilkomnar vegna álags Greiðslur frá Reiknistofu bankanna hafa tafist í dag vegna truflana. Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri segir í samtali við RÚV að mikið álag sé á kerfinu vegna einna stærstu mánaðamóta ársins. 1.6.2019 16:23 Á fjórða tug Hells Angels-manna handteknir á afmælishátíð samtakanna Meðlimirnir voru handteknir vegna gruns um vopna- eða fíkniefnalagabrot. 1.6.2019 16:07 Ný rennibraut og kaldur pottur í endurbættri Breiðholtslaug Kulda- og rennibrautaróðir Breiðhyltingar og nærsveitungar þeirra geta tekið gleði sína á ný því í hverfissundlauginni, Breiðholtslaug við Austurberg, hefur verið tekinn í notkun kaldur pottur auk endurbættrar rennibrautar. 1.6.2019 15:49 Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1.6.2019 14:40 Tveir fluttir með þyrlu á Landspítalann Tilkynnt var um slysið um hádegisbil í dag. 1.6.2019 13:54 Fjöldi dauðra hvala á ströndum er vísindamönnum ráðgáta Um 70 dauðum sandlægjum hefur skolað á vesturströnd Bandaríkjanna það sem af er ári. Meðaltal síðustu ára er um 35 dýr. 1.6.2019 13:26 Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1.6.2019 10:55 Stuðningsfaðir braut kynferðislega gegn fatlaðri konu Auk tveggja ára fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. 1.6.2019 10:32 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1.6.2019 09:57 Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Forseti Golfsambands Íslands ver þá ákvörðun að halda mót styrkt af Ölgerðinni undir merkjum Egils Gull. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum gagnrýndu GSÍ harðlega. Farið að lögum og reglum, segir forsetinn. 1.6.2019 08:45 Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1.6.2019 08:45 Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet Enn er barist fyrir frelsi Tíbet þótt dregið hafi verulega úr sýnileika frelsishreyfingarinnar. Verkefnastjóri hjá Free Tibet ræðir við Fréttablaðið og segir aukinn mátt Kínverja hafa þaggað niður í frelsissinnum. 1.6.2019 08:45 Sjá næstu 50 fréttir
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2.6.2019 22:00
Ráðist ítrekað að transkonu Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. 2.6.2019 21:00
Stjórnlagaráð aflýsir forsetakosningum í Alsír Stjórnlagaráð Alsír hefur hafnað báðum frambjóðendum sem gáfu kost á sér í forsetakosningunum sem fyrirhugaðar voru í landinu 4. Júlí næstkomandi. Kosningum hefur í kjölfarið verið aflýst. 2.6.2019 20:17
Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2.6.2019 20:00
Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2.6.2019 20:00
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2.6.2019 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Kvöldfréttirnar eru í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Vísi klukkan 18:30. 2.6.2019 18:00
Aktívisti hrifsaði hljóðnemann af forsetaframbjóðandanum Harris Svar öldungardeildarþingkonunnar Kamölu Harris við spurningu um launamun kynjanna á málfundinum MoveOn í Kalíforníu í gær komst ekki til skila vegna baráttumanns fyrir réttindum dýra sem ruddist upp á sviðið og reif hljóðnemann af Harris. 2.6.2019 17:59
Hélt að árásarmaðurinn væri góð manneskja Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. 2.6.2019 17:37
Gekk fram á krókódíl sem sat að sumbli 77 ára gömul kona í Flórída-ríki í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum aðfaranótt föstudags. Konan, Mary Wischhusen, vaknaði við mikinn hávaða klukkan 3:30 á heimili hennar í bænum Clearwater í Flórída. 2.6.2019 16:05
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2.6.2019 15:48
Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2.6.2019 14:00
Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Bandaríkjaforseti segir Breta eiga að sleppa því að semja við ESB um útgöngu úr sambandinu, hugnist þeim ekki sá samningur sem kemur upp úr viðræðunum. 2.6.2019 13:46
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sér Andrea Nahles telur sig ekki lengur njóta stuðnings flokksmanna. 2.6.2019 13:45
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2.6.2019 13:02
Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2.6.2019 12:31
Áframhaldandi norðankæla í næstu viku Veðurfræðingur segir næturfrost á vestanverðu Norðurlandi virðast ætla að vara fram að næstu helgi. 2.6.2019 11:11
"Kvalabandalagið“ greiddi lækni til að gera lítið úr hættu ópíóíða Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna hafa látist í ópíóíðafaraldrinum síðustu áratugi. Fyrirtæki sem var sektað um tugi milljarða vegna hans beitir nú sömu brögðum til að selja lyfin í Evrópu og víðar. 2.6.2019 11:00
Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Mannréttindasamtök hafa lagst gegn nýju reglugerðinni sem lögð var til af stjórn Donalds Trump í fyrra. 2.6.2019 10:00
Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hafði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. 2.6.2019 09:24
Tilkynnt um nakinn mann í Vesturbænum Um klukkan hálf fimm í nótt var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um nakinn mann sem var staddur í húsagarði í Vesturbæ Reykjavíkur. 2.6.2019 07:22
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1.6.2019 23:45
Skipstjóri úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald Skipstjóri sem lenti í mannskæðum árekstri í Dóná í Búdapest á fimmtudag hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. 1.6.2019 23:40
Stuð og stemning á höfuðborgarsvæðinu í dag Nóg var um að vera á höfuðborgarsvæðinu þennan fyrsta dag júnímánaðar, enda sjómannadagshelgin hafin. 1.6.2019 23:23
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1.6.2019 23:05
Afskipti Trump af breskum stjórnmálum „óafsakanleg“ Jeremy Corbyn, leiðtogi breska verkamannaflokksins, gagnrýnir ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði Boris Johnson vera „tilvalinn“ eftirmann Theresu May. 1.6.2019 21:31
Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. 1.6.2019 20:00
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1.6.2019 19:45
Sprengja fannst undir bíl lögreglumanns í Belfast Lögreglan í höfuðborg Norður-Írlands, Belfast, hefur staðfest að grunsamlegur hlutur sem fannst undir bíl lögregluþjóns þar í borg sé sprengja ætluð til þess að ráða lögregluþjóninn af dögum. 1.6.2019 19:28
Leita átta fjallgöngumanna í Himalayafjöllum Leit hófst eftir að hópurinn skilaði sér ekki í grunnbúðir á tilsettum tíma. 1.6.2019 19:15
Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1.6.2019 17:41
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stóru málin og þau litlu verða til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér á eftir. 1.6.2019 17:39
379 nýstúdentar útskrifaðir frá MR Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 174. sinn við brautskráningu stúdenta í Háskólabíó föstudaginn 31. maí. 1.6.2019 17:23
Tafir hjá Reiknistofu bankanna tilkomnar vegna álags Greiðslur frá Reiknistofu bankanna hafa tafist í dag vegna truflana. Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri segir í samtali við RÚV að mikið álag sé á kerfinu vegna einna stærstu mánaðamóta ársins. 1.6.2019 16:23
Á fjórða tug Hells Angels-manna handteknir á afmælishátíð samtakanna Meðlimirnir voru handteknir vegna gruns um vopna- eða fíkniefnalagabrot. 1.6.2019 16:07
Ný rennibraut og kaldur pottur í endurbættri Breiðholtslaug Kulda- og rennibrautaróðir Breiðhyltingar og nærsveitungar þeirra geta tekið gleði sína á ný því í hverfissundlauginni, Breiðholtslaug við Austurberg, hefur verið tekinn í notkun kaldur pottur auk endurbættrar rennibrautar. 1.6.2019 15:49
Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1.6.2019 14:40
Fjöldi dauðra hvala á ströndum er vísindamönnum ráðgáta Um 70 dauðum sandlægjum hefur skolað á vesturströnd Bandaríkjanna það sem af er ári. Meðaltal síðustu ára er um 35 dýr. 1.6.2019 13:26
Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1.6.2019 10:55
Stuðningsfaðir braut kynferðislega gegn fatlaðri konu Auk tveggja ára fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. 1.6.2019 10:32
Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1.6.2019 09:57
Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Forseti Golfsambands Íslands ver þá ákvörðun að halda mót styrkt af Ölgerðinni undir merkjum Egils Gull. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum gagnrýndu GSÍ harðlega. Farið að lögum og reglum, segir forsetinn. 1.6.2019 08:45
Rauða blokkin er með góða forystu Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta. 1.6.2019 08:45
Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet Enn er barist fyrir frelsi Tíbet þótt dregið hafi verulega úr sýnileika frelsishreyfingarinnar. Verkefnastjóri hjá Free Tibet ræðir við Fréttablaðið og segir aukinn mátt Kínverja hafa þaggað niður í frelsissinnum. 1.6.2019 08:45