Fleiri fréttir

Níðingur fær styttri dóm

Landsréttur mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni úr sjö ára fangelsi í fimm og hálfs árs

Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld

Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2.

Risa­á­ætlun Kín­verja um tengingu við um­heiminn

Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó.

Fimm MR-ingar skipa eðlisfræðilandsliðið

Íslenskt landslið mun taka þátt í Ólympíuleikunum í Eðlisfræði (IPhO) sem fram fara í Tel Aviv í Ísrael 6. til 15. júlí næstkomandi. Mótið er árlegt mót fyrir afburðanemendur í eðlisfræði yngri en 20 ára.

Fjaðrárgljúfur opnað á ný

Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Svæðinu var lokað fyrir allri umferð í febrúar síðastliðnum vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga.

Þrír álftarungar á Árbæjarlóni

Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu.

Litríkt risaskemmtiferðaskip mætt til Íslands

Skemmtiferðaskipið Norwegian Getaway kom að Skarfabakka í Reykjavík í hádeginu í dag. Skipið er af stærri gerðinni, 145.655 brúttótonn og tekur rétt tæplega 4000 farþega.

Warren vill breyta lögum svo sækja megi forseta til saka

Sérstaki rannsakandinn lýsti því yfir á miðvikudag að reglur dómsmálaráðuneytisins bönnuðu að sitjandi forseti væri ákærður. Hann hefði sagt það skýrt ef hann teldi forsetann saklausan. Það gerði hann ekki.

Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi

Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum.

Kyrrðarjóga gegn kulnun

Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess.

Sigri hrósandi Miðflokksmenn fagna

Mikill fögnuður hefur brotist út í herbúðum Miðflokksins sem af stuðningsmönnum er talinn hafa komið í veg fyrir landráð.

Bað orðinu griða

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn.

Friðargæsla er í senn nauðsyn og von

Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar.

Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki

Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár.

Gagnrýnir málflutning Demókrata

Það er ógeðslegt að tala um að ákæra forsetann til embættismissis og í því felst gríðarlegt áreiti. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn á lóð Hvíta hússins í gær.

Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun

Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull

Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum íhuga að koma upp eftirlitsmyndakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina sem sé ekki góð. Ólafur Þór Snorrason hafnarstjóri segir oftast um óviljaverk að ræða þegar olía og grútur fer í hana.

Megn andstaða við hugmynd bresku leyniþjónustunnar

Google, Microsoft, rannsakendur og ýmis samtök standa saman gegn hugmynd um hulinn aðgang lögreglu og öryggisstofnana að dulkóðuðum samskiptum. Hugmyndin sögð geta reynst vopn fyrir ofbeldismenn. 

Sjá næstu 50 fréttir