Fleiri fréttir

102 Reykjavík orðið að veruleika

Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag.

Banaslysið á Árskógssandi: Skert meðvitund ökumanns sennilega ástæða þess að bílinn stoppaði ekki á bryggjunni

Ekki er hægt að fullyrða hvað hafi orðið til þess að bíll lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi í nóvember 2017 með þeim afleiðingum að pólsk fjölskylda fórst. Talið er sennilegt að ökumaður bílsins hafi misst meðvitund af óþekktum ástæðum, auk þess sem að bryggjukantur var lágur og varnarbúnaður ekki nægilegur til að koma í veg fyrir að keyrt væri út af bryggjusporðinum.

Arkítektar HR sýknaðir af 250 milljóna bótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað arkítektastofurnar Arkís arkitekta o Henning Larsen Architects af 250 milljóna krónu bótakröfu Grunnstoða ehf, fasteignafélags Háskólans í Reykjavík. Háskólinn taldi að rekja mætti galla á loftræstikerfi, galla á hitakerfi og sprungur í gólfi í húsnæði Háskólans til ófullnægjandi hönnunar Arkís og Henning Larsen Architects.

„Þú ert ógeðslegur morðingi“

Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang.

Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu

Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu.

Sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs hafi skert aksturshæfni ökumanns í banaslysi

Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni ökumannsins sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.

Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum

Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í.

Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum. Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.

Fræðsla er vopnið til að útrýma fordómum

Til mikils er að vinna með bættri líkamsvirðingu, virðingu fyrir eigin líkama en einnig fyrir líkama annarra. Fitufordómar blómstra enn víða og virðast hafa aukist á undanförnum árum. Við þessu þarf að bregðast öllum til heilla.

Þurfum að samþykkja fjölbreyttan líkamsvöxt

Mikilvægt er að velja ábyrgar leiðir til heilsueflingar sem stuðla jafnhliða að heilbrigðum lifnaðarháttum og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í stað þess að ala á fordómum og mismunun á grundvelli holdafars.

Xi segir Pútín sinn albesta vin

Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu.

Hæsti skýjakljúfur landsins

Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir.

Glíman við hindranirnar

Landssamtökin Sjálfsbjörg voru stofnuð 1959 og eru því sextug. Þau berjast fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra og framkvæmdastjórinn segir margt hafa áunnist á 60 árum.

Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan

Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist.

Facebook stefnt vegna svindls

John de Mol, hollenskur auðjöfur, hefur höfðað mál gegn Facebook og heldur því fram að miðillinn hafi leyft sviksömum auglýsendum að nota nafn sitt og ímynd til þess að klekkja á fólki með Bitcoin-svindli.

Vilja skipta umræðunum í tvennt

Forsætisráðherra bauð í dag formönnum stjórnarandstöðuflokkanna að fresta þrætumálum fram á sérstakt þing í ágúst. Stjórnarandstaðan er ósátt við sameiginlega niðurstöðu þar sem um sé að ræða sitt hvorar viðræðurnar.

Sjá næstu 50 fréttir