Fleiri fréttir

Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar

Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021.

Akureyrarkaupstaður fær nýtt heiti

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að breyta skuli nafni Akureyrarkaupstaðar í Akureyrarbæ. Samþykktin er gerð með fyrirvara um jákvæða umsögn örnefnanefndar og staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla

Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við.

Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla

Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur.

Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. "Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún," segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins.

Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar

Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.

Ljós kviknaði eftir hrun

Sesselja Traustadóttir hefur lengi aðhyllst hjólreiðar sem ferðamáta. Hún ætlar að fjalla um þróun reiðhjólamenningar á Íslandi í Bókasafni Kópavogs í hádeginu í dag.

Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu

Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar.

Hitinn gæti farið í 15 stig sunnan til

Það eru ekki miklar breytingar í veðrinu þessa dagana eða eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands þá eru litlar sem engar breytingar að sjá um landið austanvert fram á helgi.

Danir ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld.

Fáir vilja sterk vín í verslanir

Milli 67 prósent og 68 prósent Íslendingar eru andvígir sölu á sterku víni í matvöruverslunum en á tæplega 17 prósent segjast því hlynntir í nýrri skoðanakönnun fyrirtækisins Maskínu.

Ísafjarðarbær þarfnast ekki fleiri vina í bili

Bæjarstjóri Ustrzyki Dolne í Póllandi óskaði formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Vitnaði í J.K. Rowling í bréfinu og fór með himinskautum í lýsingum á fjallabænum.

Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni

Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu.

Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint

Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum.

Sjá næstu 50 fréttir