Fleiri fréttir

Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook

Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega.

Ferðalangar sýni aðgát vegna gulrar viðvörunar

Búast má við samgöngutruflunum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir þessa landshluta fram að hádegi í dag. Ferðalöngum er bent á að sýna aðgát.

Álfurinn í Kópavogi hættur sölu á sígarettum

Það er algjör vitleysa að reykja, þú brennir peninga á því að kveikja, þetta segir í laginu Tóm Tjara. Nú hefursöluturninn Álfurinn í Kópavogi tekið skref að því að minnka reykinga "vitleysuna“. Sölu á sígarettum hefur nefnilega verið hætt.

Kanna áhuga á alþjóðaflugvelli í Árborg

Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp Alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg.

Darius Perkins úr Neighbours látinn

Ástralski leikarinn Darius Perkins sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Nágrönnum lést á miðvikudag eftir veikindi.

Úrgangur jókst á nýliðnu ári

Á nýliðnu ári barst Sorpu 12 prósent meira magn af úrgangi en árið á undan. Mest var aukningin í úrgangi er tengist framkvæmdum. Frá 2014 hefur magn úrgangs nú aukist um hundrað þúsund tonn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Glíma lögblindrar konu við Tryggingastofnun er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Keypti 278 kílóa túnfisk á yfir þrjár milljónir dala

Kiyoshi Kimura, japanskur veitingahúsaeigandi og túnfiskkonungur hreppti hnossið í fyrsta sjávarfangsuppboði ársins í Tókíó. Hnossið var í þetta sinn risavaxinn túnfiskur og þurfti Kimura heldur betur að leita í vasa sína til þess að tryggja sér flykkið.

Mannræningi fékk á baukinn í karatestúdíó

Ung kona flúði inn í karatestúdíó á fimmtudagskvöld eftir að maður hafði reynt að þröngva henni inn í bíl sinn í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Katalónskur fangi biðlar til Íslendinga

Jordi Cuixart er einn þeirra Katalóna sem voru ákærðir og fangelsaðir vegna sjálfstæðis­atkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar árið 2017. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir hann stjórnarhætti Francos enn við lýði og að máli

Fimm börn létust á leiðinni í Disneyland

Sjö létust í umferðarslysi í Flórída í Bandaríkjunum á fimmtudaginn er lítill farþegaflutningabíll og vörubíll rákust saman. Fimm börn eru á meðal þeirra sem létust en þau voru á leið í skemmtigarðinn Disneyland.

Sá tvöfalt og kastaði upp eftir útsendingar

Sölvi Tryggvason segir frá algjöru niðurbroti og glímu við kvíða í starfi sínu á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir rúmum áratug. Hann reyndi bæði hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar í leit að bata og betri heilsu og miðlar reynslu sinni.

Með greiningu en ekki skilgreiningu

Bandarísku mæðgurnar Mary Suzanne, Lily og Grace Crockett komu til Íslands eftir að hafa heyrt fréttaflutning um tíðni þungunarrofs hér á landi á fóstrum með Downs-heilkenni. Þær urðu undrandi þegar þeim var tjáð að um væri að ræða samhengislausar fréttir.

Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið

Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar.

Ekkert eftirlit með hjálækningum

Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.

Ók inn í garð á Snorrabraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði það nokkuð náðugt í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt.

Nýtti veikindaleyfi til að búa til Þingspilið

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, notaði veikindaleyfi í desember til að búa til Þingspilið. Hann segist lengi hafa verið að leikjavæða Alþingi í hausnum á sér og hugar nú að framleiðslu ásamt Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara.

Magnús áfram útvarpsstjóri

Magnús Geir Þórðarson verður áfram útvarpsstjóri næstu fimm árin en hann hefur gegnt starfinu síðan í mars 2014.

Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk

Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins.

Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára.

Sunn­a Elvir­a ekki á vitn­a­list­a í Skák­sam­bands­mál­in­u

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni og sætti farbanni vegna fíkniefnamáls, kemur ekki til með að bera vitni í Skákasambandsmálinu svokallaða. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður Sunnu, er einn þriggja sakborninga í málinu, sem snýr að smygli á fíkniefnum til landsins.

Sjá næstu 50 fréttir