Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu fá úrræði. Við ræðum við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins.Þá verður rætt við leiðsögumann sem segir úrbætur á einbreiðum brúm ganga of hægt, margar brýr séu stórhættulegar.

Þá fylgjumst við með fyrsta alþjóðlega skákmótinu sem haldið er á leikskóla, fylgjum bogfimiköppum á Akureyri eftir og grípum í nýtt þingmannaspil sem þingmaður Pírata hefur hannað.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×