Fleiri fréttir

Segir ómögulegt að elska konur yfir fimmtugu

Franski rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Yann Moix hefur valdið usla í heimalandi sínu eftir að hann sagðist eiga ómögulegt að elska konur sem væru fimmtugar eða eldri, þrátt fyrir að hann sjálfur sé fimmtugur.

Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins.

Óvænt afsögn forseta Alþjóðabankans

Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Afsögn hans kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans á óvart. Jim hyggst hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Ráðningatímabili hans hjá Alþjóðabankanum átti að ljúka eftir þrjú ár.

Reka spillingarrannsakendur SÞ úr landi

Jimmy Morales, forseti Gvatemala, studdi upphaflega alþjóðlega rannsóknarnefnd gegn spillingu, en vill nú losna við hana eftir að böndin tóku að berast að honum sjálfum og fjölskyldu hans.

Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum

Markmið vöktunar Hafrannsóknastofnunar er að fylgjast með svæðum sem ekki eru vöktuð af fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum. Fylgst verður með svæðum í nágrenni laxeldis í Arnarfirði og svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi.

Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar

Tveir mjaldrar verða fluttir í vor frá Sjanghaí með Boeing 747 þotu Cargolux til Íslands. Þeir fá athvarf í Vestmannaeyjum. Dýraverndunarsinnar vonast til að þetta verði hvatning til þess að fleiri fangaðir hvalir fái náttúrulegri heimkynni.

Gengistryggð lán til MDE

Í tilkynningu frá samtökunum segir að vonandi muni það skýrast fljótlega á árinu hvort dómstóllinn telji málið uppfylla nauðsynleg skilyrði til þess að fá efnislega meðferð.

Bíll logaði í Mosfellsbæ

Óttast var að eldurinn gæti teygt sig í húsið sem bíllinn stóð við og því fóru slökkviliðsmenn á tveimur slökkviliðsbílum á vettvang.

Spacey segist saklaus

Leikarinn Kevin Spacey lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag þar sem hann mætti vegna ákæru fyrir kynferðisbrot gegn táningi.

Flókin og umfangsmikil aðgerð

Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í lok janúar um það hvernig greiðslur Tryggingastofnunar til um þúsund öryrkja verða leiðréttar. Velferðarráðuneytið hefur staðfest að fjöldi öryrkja, sem búið hefur í öðru EES-landi, hafi ranglega fengið skertar bætur um árabil.

Rauði krossinn og Sýn brúa stafræna bilið í Afríku

Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. Landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum verður veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni.

Sjö látist í miklu fannfergi í Ölpunum

Minnst sjö létust um helgina eftir mikið fannfergi í Alpafjöllum í Evrópu. Mikil hætta er á snjóflóðum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu.

Fara á spítala á Bretlandi á morgun

Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir.

Grunur um salmonellu í kjúklingaslátrun

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun hjá Reykjagarði, sem selur kjúkling undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugli, kom upp grunur um að salmonella hefði greinst í einum kjúklingahópnum.

Sjá næstu 50 fréttir