Erlent

Uber-bílstjóri játaði að hafa skotið sex manneskjur til bana

Sylvía Hall skrifar
Dalton hlaut sjálfkrafa lífstíðarfangelsi.
Dalton hlaut sjálfkrafa lífstíðarfangelsi. Vísir/AP
Uber-bílstjórinn Jason Dalton játaði í dag að hafa skotið sex manneskjur til bana árið 2016 milli þess sem hann keyrði fyrir bílaþjónustuna Uber. Fórnarlömb Dalton voru fjórar konur sem voru skotnar til bana á bílastæði veitingastaðar og feðgar sem höfðu verið að skoða pallbíla á bílasölu.

Sjá einnig: Segir Uber-appið hafa stjórnað líkama sínum

Við yfirheyrslur eftir handtöku sína sagði Dalton að Uber-appið hafi stjórnað honum. Það hafi fyrst gerst þegar hann ýtti á takka í bíl sínum og „djöflahöfuð“ hafi birst á skjánum. Það hafi litið út eins og kýr með horn og það hefði falið honum verkefni og taka yfir líkama hans.

Dalton mætti í dómsal í dag og kom játning hans mörgum á óvart en hann hefur nú setið inni í þrjú ár. Við játningu hlaut Dalton sjálfkrafa lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Sjá frétt AP um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×